Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43300
Allt frá gildistöku fyrstu lagasetningar um vátryggingarsamninga hafa vátryggingarfélög haft tilteknar heimildir til þess að afsala sér ábyrgð og þar með bótaskyldu vegna tjóns sem vátryggður hefur orðið fyrir ef tiltekin skilyrði eru til staðar eða ákveðnar aðstæður skapast. Þessi skilyrði í vissum tilvikum að háttsemi tjónþola í aðdraganda tjóns og á bak við þau liggja bæði ákveðin sanngirnis sjónarmið að vátryggingarfélag bæti ekki tjón sem rakið verður til hegðunar vátryggðs sem yrði álitin er sérlega fólskuleg eða vítaverð. Þessi framkvæmd ber tiltekin varnaðaráhrif með sér og er til þess fallin að vátryggður geri það sem í sínu valdi stendur til þess að forðast tjón. Á sviði vátrygginga- og skaðabótaréttar hefur yfirleitt verið vísað til sérlegrar vítaverðrar háttsemi sem stórkostlegt gáleysi. Undafarna áratugi hefur verið mikil þróun á réttarsviðinu og hefur sú þróun m.a. beinst að því hvað hugtakið stórkostlegt gáleysi felur í sér og hvaða áhrif það kann að hafa á bótarétt tjónþola. Í þessum skrifum verður gerð ítarleg rannsókn á hugtakinu um stórkostlegt gáleysi og gerð grein fyrir þróun hugtaksins á sviði vátryggingaréttar og jafnframt leitast svara við spurningum á því hvort stórkostlegt gáleysi geti haft mismunandi afleiðingar eftir því hvernig tryggingu á reynir. Til þess að fá svör við þessu verður gerð ítarleg rannsókn hugtakinu stórkostlegt gáleysi ásamt því að rýna í helstu niðurstöður dómstóla og úrskurðarnefndar vátryggingarmála og gerður samanburður á beitingu reglnanna sem eiga við hverju sinni. Við þessa rannsókn kom í ljós óljós munur á beitingu hugtaksins gagnvart þeim tryggingum sem á reynir, en þó eru tilvik þar sem slíkt er greinilegt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML-Ritgerð.pdf | 1,08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |