is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43313

Titill: 
  • Hjónabandssæla - Athugun á próffræðilegum eiginleikum matskvarða sem mæla ánægju í parsamböndum í íslensku úrtaki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru kannaðir próffræðilegir eiginleikar fimm matskvarða sem notaðir eru í íslenskri rannsókn á hamingju í samböndum. Kvarðarnir höfðu áður verið þýddir á íslensku og lagðir fyrir 221 manns í ákveðnum hverfum eða sveitafélögum á Íslandi. Kvarðarnir sem notaðir eru í áðurnefndri rannsókn eru Ástarskali Sternbergs (e. Sternberg‘s Triangular Love Scale) þróaður af Sternberg (1997), Aðgreining sjálfsins (e. Differentiation of Self Inventory-Revised) þróaður af Skowron og Schmitt (2003), Ánægja í samböndum (e. Couples Satisfaction Index-16) þróaður af Funk og Rogge (2007), Upplifun í nánum samböndum (e. The Experience in Close Relationships-Revised) þróaður af Fraley, Waller og Brennan (2000) og Virðing í samböndum (e. Respect Toward Partner Scale), Kvörðunum er ætlað að meta þá þætti sem taldir eru stuðla að hamingjusömu parsambandi. Þættirnir eru nánd, ástríða, skuldbinding, aðgreining sjálfsins, ánægja í samböndum, geðtengsl og virðing. Rannsóknin var gerð í þeim tilgangi að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu kvarðanna. Framkvæmd var bæði hefðbundin atriðagreining samkvæmt klassíska próffræðilíkaninu og leitandi þáttagreining á svörum þátttakenda. Niðurstöður atriðagreiningar gefa meðal annars upplýsingar um eiginleika prófatriða og áreiðnaleika kvarðanna en niðurstöður þáttagreiningar sýna innri byggingu þeirra og að hvaða marki gögn endurspegla fræðilegan bakgrunn þeirra. Í megindráttum voru niðurstöður þær að flest atriði á kvörðunum fimm stóðust kröfur um próffræðilega eiginleika samkvæmt atriðagreiningu. Áreiðanleikastuðlar voru almennt mjög háir og svipaðir niðurstöðum erlendra rannsókna. Niðurstöður leitandi þáttagreiningar sýndu hinsvegar að þrír af fimm kvörðum hefðu svipaða þáttabyggingu og fram hefur komið í erlendum rannsóknum. Kvarðarnir CSI-16 og DSI-R reyndust aftur á móti hafa aðra þáttabyggingu í íslenska úrtakinu en fram hefur komið í erlendum rannsóknum. Faglega var staðið að þýðingu kvarðanna og enginn ástæða til að efast um gæði hennar. Val og stærð úrtaks getur hafa haft áhrif á stöðugleika þáttabyggingar en framtíðar rannsóknir munu væntanlega varpa skýrara ljósi á próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu kvarðanna.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to investigate the psychometric properties of five psychological scales used in an Icelandic study of happiness in relationships. The scales had previously been translated into Icelandic, and administered to 221 participants in selected neighborhoods or rural communities in Iceland. The scales used in the aforementioned study are Sternberg's Triangular Love Scale developed by Sternberg (1997), Differentiation of Self InventoryRevised developed by Skowron and Schmitt (2003), Satisfaction in Couples Satisfaction Index-16 developed by Funk and Rogge (2007), The Experience in Close RelationshipsRevised developed by Fraley, Waller and Brennan (2000) and Respect in relationships (e. Respect Toward Partner Scale). This selection of scales are intended to assess the factors that are considered to be important contributors to lasting and successful relationships. The factors are intimacy, passion, commitment, differentiation of self, satisfaction in relationships, emotional connection and respect. The study´s aim was to investigate the psychometric properties of the Icelandic version of the scales. Both traditional item analysis according to the classic test theory model and exploratory factor analysis were performed. The purpose of item analysis is to show, among other things, the quality and characteristics of test items and the reliability of the scales. The purpose of factor analysis is to investigate the internal structure of the scales and the extent to which empirical results reflect their theoretical background. In summary, the results were that most of the items on the five scales met the requirements for test-related characteristics according to item analysis. Reliability coefficients were generally very high and similar to the results for the original English versions. The results of exploratory factor analysis, however, showed that three of the five scales had a similar factor structure as has been observed in foreign studies. The scales CSI-16 and DSI-R, on the other hand, were found to have a different factor structure in the Icelandic sample than has been observed in foreign studies. The translation of the scales was carried out professionally and there is no reason to doubt its quality. The choice and size of the sample may have influenced the stability of the factor structure, but future research will presumably shed more light on the test-oriented characteristics of the Icelandic version of the scales.

Samþykkt: 
  • 20.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2023-01-12 BS verkefni Viktor v5.pdf883,81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LOKAVERKEFNI.pdf249,98 kBLokaðurYfirlýsingPDF