Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/43315
Aðlögunar- og geðrænn vandi ungmenna er rannsóknarsvið innan sálfræðinnar þar sem margar rannsóknar hafa verið gerðar á undanförnum áratugum en er enn þörf frekari rannsókna á sviðinu. Fullorðið fólk sem greinist með geðröskun hefur líklega einnig verið greint með geðröskun á yngri árum eða átt við hegðunarvanda að stríða. Margt ungt fólk sem þyrfti aðstoð vegna geðræna vanda fá ekki viðeigandi aðstoð og getur það leitt til alvarlegra afleiðinga. Ómeðhöndluð geðræn vandamál í æsku geta haft í för með sér mikla erfiðleika á fullorðinsárum líkt og vímuefnanotkun, þunglyndi, skerta sálfélagslega hæfni og margt fleira. Það er því afar mikilvægt að skimað sé fyrir vandkvæðum og að tól til skimunar séu aðgengileg sem flestum einstaklingum sem vinna með börnum og unglingum. Íslensk þýðing RAASI (Reynolds Adolescent Adjustment Screening Inventory) var lögð fyrir nemendur á aldrinum 12-20 ára í sjö skólum sem valdir voru af handahófi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Notast var við slembiúrtak sem endurspeglar þýðið vel. Listinn samanstendur af 32 atriðum sem saman mynda fjóra þætti; andfélagsleg hegðun (e. Antisocial Behavior), skapstilling (e. Anger Control), tilfinningaálag (e. Emotional Distress) og jákvæð sjálfsímynd (e. Positive Self) og skimar hann fyrir geðrænum vandkvæðum. Prófhlutunum er svo skipt upp eftir inn- eða úthverfum eiginleikum frumeinkenna þeirra. Notast var við staðfestandi þáttagreiningu og gerð voru aldursviðmið fyrir þrjá hópa 7.-8. bekk og 9.-10. bekk grunnskólanemenda auk 16-20 ára framhaldsskólanemenda. Aldursviðmið er norm hóps sem verður til við stöðlun úrtakshóps þýðis og er svo notað yfir þá einstaklinga sem taka prófið. Réttmæti listans var metið út frá samanburði við aðra matslista og var samleitni- og sundurgreinandi réttmæti viðunandi. Áreiðanleiki listans var einnig ásættanlegur. Niðurstöður tölfræðiúrvinnslu réttlætir notkun listans í klínísku stafi hérlendis.
The adjustment and psychological problems of adolescents has long been a popular field in psychology, however it is still lacking. Adults who are diagnosed with a mental disorder are likely to have been diagnosed with a mental disorder at a younger age as well or have had behavioral problems. Many youths who need help due to mental health problems get lost in the system and fail to get the help they need, which can have serious long-term consequences. Untreated mental health problems in childhood can lead to great difficulties in adulthood, such as drug use, depression, impaired psychosocial competence and much more. It is therefore of great importance for metal health workers to be able to screen for these problems and that the proper tools to do so are made available to as many individuals as possible, who work with adolescents. The Icelandic translation and adaptation of RAASI (Reynolds Adolescent Adjustment Screening Inventory) was administerd to students, age 12-20, in seven elementary schools in the capital area and in Reykjanes, as well as in high schools in the same area. Random sample was used which best describes the population. The list is combined of 32 items that make up four factors, Antisocial Behavior, Anger Control, Emotional Distress and Positive Self. The four factors are divided into two categories according to the in- or external characteristics of their primary symptoms. The list is intended to screen for adolescent adjustment problems. Confirmatory factor analysis was applied to the results and age criteria made for three groups 7th to 8th grade, 9th to 10th grade and high school students age 16 to 20 years old. Age norms were constructed using the standardization sample. The validity of the interpretation of the RAASI assessment scale was investigated using corrrelations with other assessment scales that also used to assess a variaty of psychological problems support the use of it‘s reuslts in practice. The reliability of the RAASI was also acceptable. Overall, the psychometric analysis conducetd justify the use of the scale in practice in Iceland.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerð í sálfræði, Íslensk þýðing og staðfærsla RAASI matslistans.pdf | 1.41 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Skemman_yfirlysing (1).pdf | 202.3 kB | Locked | Declaration of Access |