is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43331

Titill: 
  • Endurhönnun á töppunarskörungslöpp fyrir Elkem ísland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um endurhönnun á töppunarskörungslöpp fyrir Elkem Ísland. Beðið var um endurhönnun vegna hönnunargalla í fyrri útfærslum þá aðallega vegna áhrifa snúningsálags á skörungslöppina. Farið verður yfir 8 útfærslur sem voru gerðar við endurhönnun á skörungslöppinni. Helstu breytingar sem voru gerðar voru að hólkar lapparinnar eru gerðir úr prófílum en ekki rörum, bætt er við slettuvörn og notast er við millileggsplötur úr koparblöndu til þess að taka við sliti. Ekki mátti endurhanna skörungslöppina frá grunni þar sem settar voru skorður hvað varðar festingu lapparinnar. Annars vegar hvernig löppin er fest við töppunarpall og hins vegar hvernig hún er fest við skörunginn. Spennugreiningar voru gerðar til þess að athuga hvort að endurhönnun geti tekið við því álagi sem löppin verður fyrir. Farið er yfir smíðina á löppinni. Það er óljóst hvort hönnunargallar séu enn til staðar eftir endurhönnun þar sem löppin er ekki komin í notkun þegar þessi skrif eiga sér stað. Hönnunargallar vegna snúningsálags og málmslettna munu koma í ljós við notkun á búnaðinum. Það má þó álykta það út frá greiningum að endurhönnunin muni virka eins og hún eigi að gera.

Samþykkt: 
  • 26.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43331


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edurhönnun á töppunarskörungslöpp fyrir Elkem Ísland - Hafsteinn Einar Ágústsson.pdf23,09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-Yfirlýsing-Hafsteinn Einar.pdf59,89 kBLokaðurYfirlýsingPDF