en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4333

Title: 
 • Title is in Icelandic Maður getur ekki gert þetta allt einn: samstarf sérhæfðrar fardeildar og skóla í hverfi fjögur
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Viðfangsefni þessarar ritgerðar er rannsókn á samstarfi sérhæfðrar fardeildar og grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Fardeildin er rekin í samstarfi grunnskóla hverfisins og veitir sérdeildarþjónustu sem byggir á því að unnið er með börn í heimaskóla þeirra í stað þess að vista þau í sérdeild. Ráðgjafar deildarinnar hafa starfsaðstöðu í einum skóla hverfisins en þegar unnið er í málum tiltekinna nemenda vinnur ráðgjafi í heimaskóla þeirra. Markmið með starfi deildarinnar er að bæta hegðun, líðan og samskipti nemenda og miðla þekkingu og þróa árangursrík vinnubrögð í skóla. Í flestum tilfellum eru skjólstæðingarnir nemendur með alvarlegan atferlisvanda og/eða geðraskanir.
  Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn sem fór fram skólaárið 2008-2009. Gögnum var safnað með viðtölum við rýnihópa og einstaklinga og með því að skoða skjöl og gögn sem tengjast fardeild.
  Niðurstöður rannsóknar benda til þess viðhorf kennara til samstarfs og ráðgjafar fardeildar séu almennt jákvæð. Samstarfið getur verið tækifæri til þekkingarsköpunar og starfsþróunar. Það er mitt mat að styðja eigi við áframhaldandi þróun fardeildar og að þörf sé á að starf hennar sé metið á kerfisbundinn hátt.
  Lykilorð: Þekkingarsköpun, ráðgjöf.

Accepted: 
 • Jan 19, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4333


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ardis_fixed.pdf660.09 kBLockedHeildartextiPDF