Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43350
Í ritgerð þessari er fjallað um tónlistariðkun í leikskólum og áhrif tónlistar á þroska einstaklinga á fyrstu árum ævinnar. Fjallað er um niðurstöður rannsókna varðandi hvernig tónlist snertir á ólíkum þáttum þroska barna, s.s. andlegs, félagslegs og líkamlegs þroska og færni þeirra til þess að tjá sig í gegnum tónlist. Gamlar námskrár leikskóla sem og gildandi námskrá voru skoðaðar og vægi tónlistar í þeim borið saman. Höfundur hafði samband við stjórnendur í fjórum leikskólum á Íslandi og tók viðtöl við þá um sýn þeirra á tónlistariðkun inni á þeirra leikskólum og viðhorf starfsfólks leikskólans gagnvart tónlistarstarfi leikskólans. Viðtölin vörpuðu ljósi á hvernig tónlistariðkun er samofin við almennt leikskólastarf, fjölbreytnina milli leikskóla og upplifun leikskólastarfsfólks á þátttöku í tónlistariðkun með börnum. Niðurstöður höfundar voru þær að þrátt fyrir að ljóst sé að tónlist og tónlistariðkun með börnum sé mikilvæg fyrir alhliða þroska barna er slík iðja á undanhaldi í námskrám leikskólanna. Viðtöl höfundar fyrir ritgerðina gáfu sterkar vísbendingar um það að algengt sé að óöryggi ríki hjá starfsfólki varðandi tónlistariðkun með börnum. Óöryggið leiðir gjarnan til vöntunar á markvissri tónlistariðkun og skipulagi sem gæti haldist í hendur við litla áherslu tónlistar í námskrá leikskólanna.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Syngjandi hér, syngjandi þar. BA-ritgerð Sæbjargar Evu.pdf | 338,33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |