is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43351

Titill: 
  • Stundum festist í manni ljóðlína og maður losnar ekki við hana : sönglög Jórunnar Viðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Jórunn Viðar var eitt af helstu tónskáldum þjóðarinnar á 20. öldinni og eftir hana liggur fjöldi tónverka. Jórunn stundaði framhaldsnám í píanóleik við Hochschule für Musik í Berlín og síðar nám í tónsmíðum við Juilliard í New York undir handleiðslu Vittorio Giannini. Jórunn var mikill frumkvöðull í tónlist og má þar nefna sem dæmi að hún varð fyrsta kvikmyndatónskáld okkar Íslendinga þegar hún samdi tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum. Tónlist Jórunnar er þekkt fyrir einstakan karakter og má þar helst nefna þjóðlagaáhrif í tónmáli hennar. Hún samdi einna helst í nýklassískum stíl og bera sönglög hennar mikinn keim af því. Í þessari ritgerð eru nokkur sönglög Jórunnar tekin til greiningar, en það eru lögin Kall sat undir kletti, Varpaljóð á Hörpu, Vökuró, Sönglað á göngu og Mamma ætlar að sofna. Lögin voru skoðuð með það fyrir sjónum að rannsaka hvernig þjóðlagaáhrif og nýklassískur stíll birtist í sönglögunum, sem og hvernig ljóðin endurspeglast í tónmáli Jórunnar. Við greiningu laganna var stuðst við skilgreiningar Arnolds Schönbergs og William Caplin á stefjaformum hins klassíska tímabils. Einnig var stuðst við skilgreiningar séra Bjarna Þorsteinssonar á þjóðlegum einkennum í tónlist og þá var lögð sérstök áhersla á kirkjutóntegundirnar og einkenni þeirra. Greiningin leiddi í ljós að Jórunn notaði kirkjutóntegundir á mjög skipulegan hátt í lögunum, jafnvel í þeim lögum sem hafa ekki einkennandi þjóðlegan blæ þá notar hún ákveðin hljómasambönd sem vitna í sérstakan lit ákveðinna kirkjutóntegunda. Hvað varðar nýklassískan stíl í sönglögunum þá birtist hann einna helst í notkun á stefjaformum hins klassíska tímabils, en Jórunn notaði þau þó ekki alltaf á hefðbundinn máta. Að lokum var skoðað hvernig ljóðin höfðu áhrif á tónmál laganna. Rannsóknin leiddi í ljós að Jórunn bjó yfir mikilli innsýn og tilfinningu gagnvart ljóðum og miðlaði þeim á einstakan hátt í sönglögum sínum, þar sem hún lék sér meðal annars með andstæður, tvíræðni og óhefðbundin form.

Samþykkt: 
  • 27.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stundum festist í manni ljóðlína og maður losnar ekki við hana -Jórunn Viðar.pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna