is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43353

Titill: 
  • Tilraunatónlist í samtíma kvikmyndagerð : rýnt í verk Jóhanns Jóhannssonar og Mica Levi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvikmyndatónlist er fjölbreytt og síbreytilegt fyrirbæri. Margar undirtegundir eru til af henni og hefur í gegnum árin skapast ákveðinn staðall fyrir hverja eina af þeim, hið svokallaða Hollywood hljóð í vestræna kvikmyndaiðnaðinum. Það einkennist af hefðbundnum hljóðheimi sem á að liggja undir kvikmyndunum og helst ekki láta taka eftir sér. En í dag eru miklar nýjungar að eiga sér stað. Kvikmyndageirinn er að færast að hluta til á streymisveiturnar og fleiri möguleikar og nýjungar eru að skapast í þeim efnum, sér í lagi hjá sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum. Með því fylgir einnig nýstárleiki í „skorunum“. Vegna þessara nýju tækifæra í kvikmyndaiðnaðinum eru verkefnin orðin fleiri, minni í sniðum og einnig með minna fjármagn en áður tíðkaðist. Þar sem oft er ekki fjármagn fyrir hinni stóru og hefðbundnu sinfónísku kvikmyndatónlist er farið aðra leið. Rokkarar, popparar og tilraunasinnar eru farnir að smeygja sér inn í bransann og það oftast á mjög áhugaverðan og skemmtilegan máta. Einnig eru áhorfendur að mörgu leyti byrjaðir að þyrsta í nýjungar í hljóðheimi kvikmyndanna og er tónlistin byrjuð að verða tilraunakenndari. Með þessum nýju tónskáldum fylgja nýjar vinnuaðferðir og er kvikmyndaheimurinn smá saman að laga sig að og sætta sig við þessa þróun sem er að eiga sér stað. Í mörgum tilvikum eru framleiðsluteymin byrjuð að hleypa tónskáldunum fyrr og nánar inn í ferlið til þess að listræna samstarfið geti blómstrað. Jóhann Jóhannsson heitinn og Mica Levi eru gott dæmi um tvö tónskáld sem hafa farið sínar eigin leiðir í kvikmyndavinnum sínum og ögrað því sem myndi kallast venjulegt „skor“. Það gera þau með tilraunakenndum hljóðheimum, nýstárlegum upptöku og vinnsluaðferðum sem og djúpum og úthugsuðum tengingum í tónlistinni við viðfangsefni myndanna. Í þessari ritgerð verður viðfangsefnið kannað út frá þeirra vinnum og það sem umfjöllunarefnið er fremur nýtt af nálinni er að miklu leyti notast við nýleg viðtöl við kvikmyndatónskáld samtímans. Kafað er ofan í aðferðafræði Jóhanns og Mica með ritgerðum og viðtölum og skoðað hvað aðgreinir þau frá hinum hefðbundnu Hollywood tónskáldum.

Samþykkt: 
  • 27.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilraunatónlist í samtíma kvikmyndagerð.pdf593.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna