is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43356

Titill: 
  • Nemendamiðað nám : hugmyndafræði nemendamiðaðs náms sett í samhengi við tónlistarkennslu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um hugmyndafræðina sem liggur að baki nemendamiðuðu námi og hún sett í samhengi við tónlistarkennslu í fjölbreyttu formi eins og til dæmis einkakennslu, tónfræðikennslu og tónmenntakennslu. Í nemendamiðuðu námi færist áherslan í náminu frá kennaranum að nemandanum með það að leiðarljósi að nemandinn finni til meiri ábyrgðar og öðlist færni sem nýtist honum til framtíðar. Nemandinn er virkur þátttakandi í náminu, þjálfast í að taka ákvarðanir og leysa vandamál á sjálfstæðan hátt. Í ritgerðinni er eftirfarandi spurningum varpað fram. Hvað er nemendamiðað nám? Hentar það við kennslu í tónlistarskólum yfir höfuð? Hvernig er hægt að nota aðferðir nemendamiðaðs náms í tónlistarkennslu á Íslandi? Er rými fyrir nemendamiðað nám í aðalnámskrá tónlistarskóla? Til þess að svara þessum spurningum er vitnað í fjölbreyttar heimildir sem fjalla um nemendamiðað nám í samhengi við tónlistarkennslu. Leitað er í reynslu höfundar af tónlistarnámi og tónlistarkennslu. Einni var aðalnámskrá tónlistarskóla rýnd í þessu tilliti. Niðurstaða þessarar ritgerðar er sú að það þurfi að innleiða nemendamiðaða kennsluhætti alveg frá upphafi tónlistarnáms en ekki eingöngu þegar að nemandi er kominn á háskólastig. Það er ekki gefið mikið rými fyrir nemendamiðað nám í aðalnámskrá tónlistarskóla þar sem áfangaprófin eru oft í brennidepli námsins þrátt fyrir að orðalag í námskrá hvetji til nemendamiðaðs náms.

Samþykkt: 
  • 27.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43356


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nemendamiðað nám - Hugmyndafræði nemendamiðaðs náms sett í samhengi við tónlistarkennslu á Íslandi.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna