Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43359
Geðraskanir einkennast af hugsanatruflunum, erfiðleikum með tilfinningastjórn eða truflun á hegðun einstaklings. Talið er að um það bil 970 milljónir manna um allan heim glími við geðræn vandamál. Mikilvægt er að geta borið kennsl á og meðhöndlað geðræn vandamál vegna þeirra áhrifa sem þær hafa á líf einstaklinga. Fyrir utan þær hefðbundnu meðferðir sem standast til boða við geðröskunum eru mörg úrræði til boða. Úrræði virðast oft skila árangri en skortir árangursmælingar og raunprófanir. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvaða áhrif fjögra vikna námskeiðið ,,Sigrum streituna“ hefur á einkenni þunglyndis, kvíða og streitu. Jafnframt verður kannað hvort Buteyko öndunaræfingar stuðli að betri svefngæðum. Námskeiðið ,,Sigrum streituna“ notast við öndun, stoðkerfisæfingar og fræðslu til að bæta líkamlega og andlega heilsu. Niðurstöður sýndu marktæka lækkun á einkennum þunglyndis, kvíða og streitu og marktæka hækkun á boltskori og metnum svefngæðum. Ekki fundust tengsl á milli hækkunar á boltskori og bætingar á metnum svefngæðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Árangursmæling á Sigrum streituna 2023.pdf | 1,28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing lokaverkefni.pdf | 909,22 kB | Lokaður | Yfirlýsing |