is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43364

Titill: 
 • Gæði tölvusneiðmynda á þvagfærum. Geislaskammtar og myndgæði við mismunandi myndreikning
 • Titill er á ensku Quality of computed tomography Urography. Radiation doses and image quality using different reconstruction methods
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Tölvusneiðmyndarannsóknin Urografia (TS-U) er nú orðin aðal myndgreiningarannsóknin til að meta ástæðu blóðmigu, ásamt stigun og eftirliti með illkynja sjúkdómum í þvagfærakerfinu. TS-U þykir ákjósanleg myndgreiningaraðferð, sérstaklega fyrir efri hluta þvagfærakerfisins vegna næmi hennar við að greina nýrnaskjóðu- og nýrnafrumukrabbamein. Hefðbundin TS-U er fjölfasa tölvusneiðmyndarannsókn og eru geislaskammtar við slíkar fjölfasa rannsóknir meðal þeirra hæstu sem notaðir eru við læknisfræðilega myndgreiningu. Hröð þróun nýrra myndreikninga hefur haft þau áhrif að hægt er að ná greiningarhæfum tölvusneiðmyndum með minni geislaskömmtum. Hafa allar aðferðir myndreikninga það markmið að hægt sé að nota minni geislaskammta án þess að skerða myndgæði og greiningargildi tölvusneiðmynda.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar voru tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna áhrif ólíkra myndreikninga á myndgæði í þriggja fasa TS-U. Í öðru lagi að kanna lengdargeislun í þriggja fasa TS-U. Marktektarmörk voru sett við p=0,05.
  Efni og aðferðir: Þetta var megindleg, afturskyggn gagnarannsókn þar sem skoðuð voru gögn úr myndageymslu- og tölvukerfi röntgendeildar Landspítalans. Skoðuð voru gögn hjá öllum þeim einstaklingum sem fóru í TS-U á tímabilinu 15. október 2019 til 29. febrúar 2020, á Landspítalanum í Fossvogi og á Hringbraut. Á Landspítalanum eru þrjú tölvusneiðmyndatæki, eitt er staðsett á Hringbraut og tvö eru í Fossvogi. Rannsóknarúrtakið voru allir þeir einstaklingar 18 ára og eldri sem fóru í TS-U á rannsóknartímabilinu og voru með skráða hæð og þyngd í myndageymslu- og tölvukerfi röntgendeildar Landspítalans.
  Niðurstöður: Niðurstaða þessa verkefnis sýndi að ekki reyndist vera marktækur munur á lengdargeislun á milli tölvusneiðmyndatækjanna né á milli hvers fasa. Þó er TS-3 með minnstu lengdargeislunina, þ.e. 812,70 mGy*cm, þar á eftir kom TS-2 með 1120,06 mGy*cm og hæstu gildin voru á TS-1 1454,15 mGy*cm. AiCE var með hæstu meðaltals einkunn í overall myndgæðamatinu eða 3,29, næst á eftir var AIDR 3D með 2,59 og svo ráku FIRST og QF lestina með meðaltals einkunnirnar 2,07 og 2,00 í upptalinni röð.
  Ályktun: Greinilegur mismunur er á þessum fjórum myndreikningum. QF og FIRST eru með áberandi minnstu myndgæðin á meðan AiCE og AIDR 3D þykja vera með betri myndgæði, þó má segja að AiCE sé í sérflokki.
  Svör röntgenlæknanna við myndgæðamati gefa til kynna að AiCE sé með mestu myndgæðin við TS-U með meðaltals einkunn upp á 3,29 á meðan QF aðferðin var einungis með 2,00 í meðaltals einkunn.
  Niðurstaða þessa verkefnis sýndi að ekki reyndist vera marktækur munur á lengdargeislun á milli TS-tækjanna né á milli hvers fasa.
  Lykilorð: Geislafræði, tölvusneiðmyndatæki, tölvusneiðmyndatækni, geislaskammtur, myndgæði, ítrunarmyndreikningur, IR-aðferð, djúpnámsmyndreikningur, TS Urografia, þvagfærakerfið og þvagfærasjúkdómar.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Computed tomography urography (CT-U) has become the primary diagnostic imaging test for assessing the cause of hematuria as well as screening and monitoring urinary tract malignancies. CT-U is the preferred imaging method, especially for the upper part of the urinary tract due to it's susceptibility to diagnose upper tract urothelial carcinoma and renal cell carcinoma. Traditional CT-U is a multiphase CT study and the radiation doses are among the highest used in medical imaging. The rapid development of new image reconstruction methods has made it possible to lower radiation doses without severly affecting CT image quality and diagnostic value.
  Aim of the study: The objectives of the study were twofold. First, to investigate the effect of different image reconstruction methods on image quality in three-phase CT-U. Second, to study dose length product (DLP) in three-phase CT-U. Significance limits were set at p = 0.05.
  Methods: This was a quantitative, retrospective data study that examined data from image storage and computer systems at the department of radiology at Landspitali. Data was examined in all the individuals who underwent CT-U in the period from the 15th of October 2019 to the 29th of February 2020, at Landspítalinn in Fossvogur and at Hringbraut. At Landspítali there are three CT scanners, one is located on Hringbraut and two are in Fossvogur. The study sample was all individuals 18 years and older who underwent CT-U during the study period and had a registered height and weight.
  Results: The results of this research show that there is not a significant difference in the DLP between the CT scanners, nor between each phase. CT-3 has the lowest DLP, 812,70 mGy*cm, CT-2 follows with 1120,06 mGy*cm and CT-1 has the highest DLP, 1454,15 mGy*cm. In the overall image quality rating of reconstruction methods, AiCE had the highest rating of 3.29, followed by AIDR 3D with 2.59 and then FIRST and QF came last with an average rating of 2.07 and 2.00, respectively.
  Conclusions: There is a clear difference between these four image reconstruction methods. QF and FIRST have the lowest image quality, while AiCE and AIDR 3D are considered to have better image quality, although AiCE appears to be in a league of it‘s own in terms of image quality.
  The radiologists' responses to the image quality assessment indicate that AiCE has the best image quality in TS-U with an average score of 3.29, while the QF method only had an average score of 2.00.
  The results of this project showed that there was no significant difference in DLP between the CT scanners, nor between each phase.
  Keywords: Radiography, CT scan, computed tomography, radiation dose, image quality, iterative reconstuction, IR method, deep learning reconstruction, CT Urography, urinary system and urinary diseases.

Samþykkt: 
 • 30.1.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43364


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS RITGERÐ Eyrún Ósk Sigurðardóttir JÚNÍ 2022.pdf3.27 MBLokaður til...30.06.2024HeildartextiPDF
YFIRLÝSING Lokaverkefni eós.pdf142.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF