en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4337

Title: 
  • is Netsamfélagið Sporting Unity: Markaðs- og framkvæmdaáætlun.
Abstract: 
  • is

    Félagsleg samskipti eru grundvöllur samfélags en samfélag sem ein heild samanstendur af einstaklingum og hópum og innbyrðis tengslum þeirra á milli. Tækniþróun síðustu ára hefur breytt samskiptamynstri fólks og samfélög á Internetinu hafa rutt sér til rúms. Ritgerð þessi fjallar um viðskiptahugmynd að netsamfélaginu Sporting Unity ásamt því að gerð er markaðs- og framkvæmdaáætlun fyrir netsamfélagið. Sporting Unity er ástríðumiðað netsamfélag sem nýtir sér þörf íþróttamanna í ólympískum íþróttagreinum til að tjá sig um ástríðu sína og tengir þá á grundvelli sameiginlegrar ástríðu. Netsamfélagið býður upp á verkfæri sem auðvelda samþættingu lífs utan og innan Internetsins og mætir þörfum íþróttafólks fyrir upplýsingar, sjálfssýningu og markmiðasetningu. Netsamfélagið er hugsað sem sá vettvangur sem íþróttamaður notar til að auka möguleika sína innan sinnar íþróttar og fá stuðning frá íþróttafólki. Aðalmarkmið þessarar ritgerðar er að ákvarða hvort ráðast skuli í framkvæmd á viðskiptahugmyndinni. Markaðssvæði netsamfélagsins er Norðurlöndin og markhópar eru íþróttamenn og þjálfarar. Samkvæmt markaðsgreiningu er markaðurinn í vexti og til staðar er tækifæri fyrir Sporting Unity því enn er ekkert netsamfélag sem sérhæfir sig í að mæta þörfum þeirra sem stunda ólympískar íþróttagreinar. Eftir skil á þessari ritgerð stefnir því hugmyndasmiður að því að ráðast í framkvæmd þessarar viðskiptahugmyndar út frá uppsettri framkvæmdaáætlun.

Accepted: 
  • Jan 19, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4337


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Tryggvadottir_fixed.pdf5.83 MBLockedHeildartextiPDF