is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43370

Titill: 
  • Notkun stikulína til mælinga á framrás hrauns í Meradölum í ágúst 2022
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Reykjanesskaga hófst eldgos þann 19. mars 2021 sem lauk þann 18. september það sama ár. Um ári seinna, í ágúst 2022, byrjaði aftur að gjósa við Fagradalsfjall. Bæði gosin voru skilgreind sem flæðigos og gervitunglamyndir notaðar til að kortleggja það. Á milli 4. ágúst og 13. ágúst 2022 var ekki hægt að notast við gervitunglamyndir þar sem gosmengun hindraði aðgöngu gervitunglsins að yfirborðinu. Bilið sem þetta olli í mælingum var brúað með stikumælingum. Notaðar voru 21 stika við eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2022 til þess að mæla flæði, færslu og hækkun hraunsins. Þar sem eldgosið var lítið var auðvelt að komast að svæðum þar sem stikurnar voru settar niður. Með þessari aðferð var einnig hægt að koma upp vefmyndavélum og þannig fylgjast með gosinu í rauntíma. Kortlagning stikanna notast við grunnkort af yfirborðinu til þess að reikna út nákvæma hæð og staðsetningu stikanna. Þá er hægt að kortleggja hraunið með því að fylgjast með framrás gossins í gegnum vefinn, merkja hvar hraunið er hverju sinni og bera það saman við stikurnar til þess að fá færslu og hækkun hraunsins.

  • Útdráttur er á ensku

    An eruption started at the Reykjanes peninsula on 19th of March 2021. That eruption stopped on 18th of September the same year. No volcanic activity was in the area until an eruption started again in the beginning of August 2022. Both the eruptions have been classified as effusive eruptions. It is not good practice to use satellite imagery to map out an area when gas is spewing from an eruption or when there is too much cloud cover, as the satellite can not penetrate the clouds or the gas that is coming from the eruption. Sticks can be placed at certain locations by small effusive eruptions which are named and marked. Twenty-one such sticks were used in the Fagradalsfjall eruption in 2022. Those sticks were used to measure the flow of the eruption, the displacement, and the increase in height of the lava. Since the eruption was relatively small, it was easy to walk around the area and place the sticks in certain places. The sticks helped in watching the development of the eruption and lava field through web cameras, as they were also scattered across the eruption site. To map up the sticks, a digital elevation model is required to know the height of the sticks. Furthermore, it is then possible to map up the eruption live as it is happening through the web cameras and using the sticks.

Samþykkt: 
  • 31.1.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKA_Kári_Valgeirsson.pdf26.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_Undirskrift.pdf216.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF