is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43371

Titill: 
 • Tengsl félagslegs stuðnings og einkenni langvarandi sorgarröskunar: Lýðgrunduð rannsókn á meðal kvenna
 • Titill er á ensku Association between social support and symptoms of prolonged grief disorder: A population-based study among women
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að félagslegur stuðningur getur verið verndandi þáttur á streituvaldandi tímum, þar á meðal eftir missi ástvinar. Hins vegar hafa rannsóknir sem meta tengsl félagslegs stuðnings og langvarandi sorgarröskunar (PGD) eftir ástvinamissi gefið misvísandi niðurstöður, en sumar rannsóknir sýna að félagslegur stuðningur tengist minni hættu á langvarandi sorgarröskun en aðrar sýna engin tengsl. Rannsóknir hingað til hafa verið takmarkaðar við litlar úrtaksstærðir.
  Markmið: Að meta tengsl félagslegs stuðnings og einkenni langvarandi sorgarröskunar eftir ástvinamissi á meðal kvenna.
  Aðferðir: Rannsóknin er byggð á gögnum úr lýðgrunduðu þversniðsrannsókninni Áfallasaga kvenna, rannsókn á landsvísu á áhrifum áfalla á heilsufar kvenna. Þátttakendur voru 30,403 konur á aldrinum 18-69 ára sem búsettar voru á Íslandi. Félagslegur stuðningur var mældur með kvarðanum MSPSS (Multidimensional Scale of Perceived Social Support) og langvarandi sorgarröskun með kvarðanum PG-13 (Prolonged Grief Disorder-13). Gagnlíkindahlutfall (GH) með 95% öryggisbili (ÖB) var notað til að meta samband félagslegs stuðnings og langvarandi sorgarröskunar.
  Niðurstöður: Um það bil 80% þátttakenda höfðu misst ástvin á lífsleiðinni og algengi langvarandi sorgarröskunar mældist 0,96%. Nær helmingur kvenna með langvarandi sorgarröskun, eða 48,8%, voru með lítinn félagslegan stuðning. Konur með mikinn félagslegan stuðning voru 61% ólíklegri til að vera með langvarandi sorgarröskun borið saman við konur með lítinn félagslegan stuðning (GH=0,39; 95% ÖB: 0,25-0,59), þegar leiðrétt var fyrir aldri, menntun, atvinnustöðu, tekjum, hjúskaparstöðu, tegund missis, dánarorsökum, hvernig dauðsfallið bar að og tímalengd frá missi.
  Ályktun: Flestar konur höfðu upplifað missi ástvinar en minna en 1% þeirra voru með langvarandi sorgarröskun. Konur með lítinn félagslegan stuðning voru marktækt líklegri til að vera með einkenni langvarandi sorgarröskunar en konur með mikinn félagslegan stuðning. Þessar niðurstöður benda til þess að félagslegur stuðningur getur verið verndandi þáttur til að koma í veg fyrir eða draga úr einkennum langvarandi sorgarröskunar. Áhersla á mikilvægi félagslegs stuðnings í kjölfar ástvinamissis er nauðsynleg og ætti að vera tiltækt úrræði innan heilbrigðiskerfisins.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Prior research has found social support to be a protective factor against the development of psychological morbidity in the aftermath of stressful life events. However, studies assessing the association between social support and prolonged grief disorder (PGD) after the loss of a loved one have yielded conflicting results, with some studies finding social support to be associated with a decreased risk of PGD and others finding no association. Studies to date have been limited to small sample sizes.
  Specific aims: The aim of this study is to assess the association of perceived social support and probable PGD after the loss of a loved one in a population-based cohort of women.
  Methods: The study is based on cross-sectional data from the Stress- And- Gene- Analysis cohort, a nationwide study on the impact of trauma on women’s health in Iceland. Participants were 30,403 females aged 18-69 years, all of whom reside in Iceland. Perceived social support was measured with the Multidimensional Scale of Perceived Social Support (MSPSS) and probable PGD with the Prolonged Grief Disorder Scale (PG-13). Odds ratios (OR) with 95% confidence intervals (CIs) were used to obtain risk of probable PGD in relation to perceived social support.
  Results: Approximately 80% of the participants had lost a loved one during their lifetime and the prevalence of probable PGD was 0.96%. Nearly half of the women with probable PGD, or 48.8%, reported low perceived social support. Women with high perceived social support were 61% less likely to have probable PGD after the loss of a loved one compared to women with low perceived social support (OR=0.39; 95% CI: 0.25-0.59), when adjusting for age, education, employment status, income, marital status, type of loss, cause of death, how the death occurred and length of time since the loss occurred.
  Conclusion: Most women had experienced a loss of a loved one but less than 1% of them had probable PGD. Women with low levels of perceived social support were significantly more likely to have symptoms of PGD than women with high perceived social support. These results indicate that social support may be a protective factor in preventing or decreasing symptoms of PGD. Emphasis on the importance of social support during bereavement should be highlighted and should be an available resource within the healthcare sector.

Samþykkt: 
 • 31.1.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Master_final_keh_01.15.23.pdf418.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing2023.jpg2.43 MBLokaðurYfirlýsingJPG