is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43376

Titill: 
 • Titill er á ensku Effect of School Based Ambient Bright White Light Intervention on Adolescents’ Sleep and Circadian Rhythms
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Previous research among Icelandic adolescents has suggested that late bedtimes and sleep deprivation may be associated with delayed circadian rhythms. Circadian rhythms are regulated by the circadian clock, with the help of environmental cues such as light and darkness. Bright light intervention that mimics outdoor natural light can be used to improve sleep and advance circadian rhythms. The current pilot-study aimed to research whether bright light intervention during school hours would lead to longer total sleep time on weekdays, improve sleep quality and advance circadian rhythms among adolescents.
  The current study was a randomized controlled trial. Participants (n = 113) were randomly selected to be in the intervention or control groups. The independent variables in the study were a ceiling- mounted bright light intervention and sex. Actigraphs were used to objectively measure sleep onset, rise times, and total sleep time on weekdays. Self-reports about sleep duration, sleep quality, daytime sleepiness, and chronotype were examined before and after the intervention.
  The study’s main findings revealed that the seven-week bright light intervention did not induce longer sleep duration on weekdays in the bright light group as was proposed. However, from baseline to follow- up, the rise times of individuals in the control group were significantly delayed, and their sleep duration increased. Moreover, at follow-up, the bright light group had neither better sleep quality nor earlier chronotype than the control group. Girls in the study had an earlier sleep onset on weekdays than boys, and they also had worse sleep quality and more daytime sleepiness. When objective actigraphy measures were compared to subjective questionnaire measures, baseline results revealed that sleep duration on weekdays was significantly shorter when measured objectively.

 • Fyrri rannsóknir meðal íslenskra unglinga hafa sýnt að seinir háttatímar og stuttur nætursvefn gæti orsakast af seinkuðum dægursveiflum. Einn mikilvægasti þátturinn til að skorða dægursveiflur við sólarganginn (dag/nótt) er ljós sem fellur á augað. Því hefur ljós sem líkir eftir náttúrulegri birtu verið notað til að samstilla dægursveiflurnar og bæta svefn. Markmið þessarar for-rannsóknar var að kanna hvort íhlutun með auknu birtustigi í skólastofum gæti aukið svefnlengd á virkum dögum, bætt svefngæði og haft áhrif á dægursveiflur meðal íslenskra unglinga.
  Rannsóknin var slembiröðuð samanburðarrannsókn. Þátttakendum á fyrsta ári í framhaldsskóla (n = 113) var raðað tilviljunarkennt í inngrips- eða samanburðarhóp. Frumbreytur rannsóknarinnar voru birtustig loftljósa í skólastofum, ásamt kyni. Virknimælar voru notaðir til að mæla upphaf og lok svefns og heildarnætursvefn á virkum dögum. Þátttakendur svöruðu spurningalistum um svefnlengd, svefngæði, dagsyfju og dægurgerð fyrir og eftir íhlutunina.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að sjö vikna íhlutun með auknu birtustigi ljósa leiddi ekki til marktækt lengri svefntíma á virkum dögum hjá inngripshópnum líkt og tilgáta rannsóknarinnar gerði ráð fyrir. Hins vegar vaknaði samanburðarhópurinn marktækt seinna og var með marktækt lengri svefnlengd á virkum dögum að inngripi loknu. Inngripshópurinn var hvorki með flýtta dægurgerð né betri svefngæði en samanburðarhópurinn í lok inngrips. Stelpur fóru fyrr að sofa á virkum dögum en strákar, en upplifðu verri svefngæði og meiri dagsyfju en strákar. Samanburður á mæliaðferðum sýndi að eigið mat einstaklinga á svefnlengd gaf til kynna lengri svefn en þegar svefn var mældur á hlutlægan hátt með virknimæli.

Samþykkt: 
 • 3.2.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IG_MSc_Thesis.pdf4.8 MBLokaður til...01.02.2028HeildartextiPDF
IG_YFIRLYSING.pdf2.98 MBLokaðurYfirlýsingPDF