is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4338

Titill: 
 • Líkams- og heilsuræktarþjálfun eldri borgara í Árborg : íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu og betri lífsgæða
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með hækkandi aldri eykst kyrrseta fólks og ýmis heilsufarsvandamál gera vart við sig. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á mikilvægi heilsusamlegs lífernis til að bæta heilsufar og lífsgæði eldri aldurshópa. Markmið þessa verkefnis var að skoða hvort 26 vikna lífsstílsíhlutun sem felur í sér reglubundna þol- og styrktarþjálfun og fræðsluerindi um heilsusamlega næringu og þjálfun bæti heilsufar eldri borgara í Árborg.
  Í rannsókninni tóku 99 eldri borgarar þátt, 41 í þjálfunarhópi af Árborgarsvæðinu og 58 í viðmiðunarhópi af höfuðborgarsvæði og var meðalaldur þeirra 77 ár. Við upphaf og lok íhlutunar voru gerðar umfangsmiklar heilsufarsmælingar á meðal þátttakenda og skoðað holdafar, þrek, hreyfing, blóðþrýstingur, blóðbreytur og tíðni efnaskiptavillu.
  Eftir fyrri mælingar kom í ljós marktækur munur á milli hópanna á aldri (p<0,001), ummáli mittis (p<0,05), efri mörkum blóðþrýstings (p=0,027), heildarkólesteróli (p=0,017) og LDL-kólesteróli (p=0,046). Að loknum 26 vikna íhlutunar- og rannsóknartíma voru niðurstöður rannsóknarhópa bornar saman þegar búið var að leiðrétta fyrir aldri og fyrri mælingu. Helstu niðurstöður voru þær að þjálfunarhópur lækkar fituprósentu sína marktækt meira en viðmiðunarhópur (p=0,025) sem og fitumassa á kviðsvæði (p=0,012), mjaðmasvæði (p=0,013) og á bol (p=0,042). Engin munur kemur fram á milli hópanna á þyngd (p=0,103) og líkamsþyngdarstuðli (p=0,148), heildarfitumassa (p=0,068) og heildarvöðvamassa (p=0,846) en viðmiðunarhópur minnkar ummál mittis marktækt meira (p=0,006) í samanburði við þjálfunarhóp. Þegar þrek og hreyfing var skoðuð kom í ljós að þjálfunarhópur bætir sig marktækt meira en viðmiðunarhópur á 6 mínútna gönguprófi (p=0,001), lækkar hvíldarpúls (p=0,046) og dagleg hreyfing eykst alla daga (p=0,001), virka daga (p=0,001) og um helgar (p=0,005). Hjá þjálfunarhópi lækka efri mörk (p=0,012) og neðri mörk blóðþrýstings (p=0,001) marktækt meira en hjá viðmiðunarhópi. Engin marktækur munur kemur fram á blóðbreytum milli hópa að blóðsykri undanskildum, þar sem þjálfunarhópur bætir sig marktækt meira (p=0,005) en viðmiðunarhópur.
  Þegar tíðni efnaskiptavillu er skoðuð að loknum 26 vikna íhlutunar- og rannsóknartíma hafði fækkað um fjóra einstaklinga með efnaskiptavillu í þjálfunarhópi en hins vegar bættust fjórir einstaklingar við með efnaskiptavillu í viðmiðunarhóp.
  Ávinningur þessarar lífsstílsíhlutunar er eftirtektarverður og benda niðurstöðurnar til þess að markviss þol- og styrktarþjálfun auk fræðslu um bætt mataræði og þjálfun bæti heilsufar eldri borgara í Árborg. Niðurstöður eru áhugaverðar fyrir stefnumörkun í heilbrigðis- og forvarnarstarfi í landinu. Þær gefa vísbendingar um hvernig megi, með einföldum hætti, bæta heilsufar eldri aldurshópa og draga þannig úr þróun ýmissa alvarlegra lífsstílssjúkdóma, sér í lagi hjarta- og æðasjúkdóma.
  Lykilorð: Blóðbreytur.

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknarnámssjóður (Rannís), Rannsóknasjóður Kennaraháskóla Íslands, Máttur sjúkraþjálfun ehf., World Class, Knattspyrnusamband Íslands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Sveitarfélagið Árborg, Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Hjartavernd, Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði, Öldrunarráð Íslands, Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Kiwanisklúbburinn Eldborg í Hafnarfirði, Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR), Íþróttasjóður menntamálaráðuneytis og Vísindasjóður Félags íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ).
Samþykkt: 
 • 19.1.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ttir_breytt_fixed.pdf2.1 MBLokaðurHeildartexti.PDF