is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43383

Titill: 
  • Titill er á ensku Food Choices of Vegans and Omnivores in Iceland. Dietary Surveys 2019–2022
  • Fæðuval grænkera og alkera á Íslandi. Könnun á mataræði á árunum 2019–2022
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Background and aim: Despite the steadily growing popularity of the vegan diet in Iceland, there is no data on the food consumption or nutrient intake of this group. The primary aim of this study was to study dietary habits among vegans in Iceland and to compare them to the dietary habits of the omnivore population as well as comparing them to the official dietary recommendations. The secondary aim was to study the association between these different dietary habits and daily fruit and/or vegetable consumption. Lastly, to study the association between these different dietary habits and consumption of sweets.
    Methods: This cross-sectional study is based on data from the Icelandic National Dietary Survey, conducted in 2019–2021, and on an additional sample, with similar data collection conducted in 2022, from the vegan population. Participants were 18–64 years of age, 46 vegans and 447 omnivores. Information on dietary habits was collected by using two 24-hour diet recall phone interviews along with food frequency questions for the most common food groups. Descriptive statistic and binary logistic regression analysis was used to describe the data.
    Results: Consumption of fruits, vegetables, whole grains, and dietary fibres was significantly (p<0.05) higher among vegans than among omnivores. Also, vegans were more likely than omnivores to consume fruit and/or vegetables daily (OR 3.64, 95% CI 1.60 – 9.83) and less likely to consume sweets more than twice a week (OR 0.36, 95% CI 0.19 – 0.69). Furthermore, the macro- and micronutrient intake differed significantly (p<0.05) between vegans and omnivores except for polyunsaturated fatty acids and sodium. There was no difference in energy intake between these two groups. With reference to the official recommendations (10–20% of total energy intake; E%), dietary intake of protein was sufficient among most vegans (median; 25; 75 percentiles) (12.0E%; 10.2E%; 13.9E%). However, for many vegans the dietary intake of vitamin B2 for men, vitamin B12, folate, vitamin D, calcium, iron for women, iodine, and selenium was below the recommended daily intake (RDI). Also, for many omnivores, the dietary intake of folate, vitamin C, vitamin D, iron for women and iodine was below the RDI without supplement use. Among vegans who answered questions about supplement use (95% response rate), regular supplement use was 100% and 70% among omnivores (100% response rate).
    Conclusion: The vegan diet and the omnivore diet in Iceland differ significantly from each other. Of food groups included in both diets and at the macronutrient level, the vegan diet was more in line with official recommendations than the omnivore diet. However, for many vegans and omnivores, the dietary intake of certain micronutrients did not reach the RDI, such as low intake of vitamin D and iodine in both groups. There is room for dietary improvement among both groups, particularly omnivores. Education and effective communication on the importance of nutrition can benefit both groups, as can good access to healthy food products.

  • Bakgrunnur og markmið: Þrátt fyrir að vinsældir grænkerafæðis hafi aukist á Íslandi hafa ekki verið gerðar rannsóknir á fæðuvenjum grænkera hérlendis eða inntöku þeirra á næringarefnum. Markmið verkefnisins var því að rannsaka fæðuvenjur grænkera á Íslandi og bera saman við fæðuvenjur alkera sem og opinberar ráðleggingar um mataræði. Annað markmið var að skoða tengsl þessara fæðuvenja við daglega neyslu ávaxta og/eða grænmetis annars vegar og við neyslu á sætindum hins vegar.
    Aðferðir: Þessi þversniðsrannsókn er byggð á gögnum úr Landskönnun á mataræði sem fór fram á árunum 2019–21 en einnig á sambærilegu viðbótarúrtaki grænkera, þar sem viðtöl voru tekin árið 2022. Þátttakendur voru á aldrinum 18–64 ára, 46 grænkerar og 447 alkerar. Fæðuvenjur voru metnar með tveimur sólahringsupprifjunum á neyslu ásamt tíðnispurningalista um algeng matvæli. Lýsandi tölfræði og tvíkosta aðhvarfsgreining voru þær aðferðir sem notaðar voru til þess að lýsa niðurstöðunum.
    Niðurstöður: Neysla á ávöxtum, grænmeti, heilkornum og trefjum var marktækt hærri meðal grænkera en meðal alkera (p<0.05). Grænkerar voru einnig líklegri en alkerar til þess að neyta ávaxta og/eða grænmetis daglega (OR 3.64, 95% CI 1.60–9.83) og ólíklegri til þess að neyta sætinda oftar en tvisvar sinnum í viku (OR 0.36, 95% CI 0.19–0.69). Marktækur munur (p<0.05) var milli hópa á inntöku allra næringarefna, fyrir utan fjölómettaðar fitusýrur og natríum. Ekki var heldur munur á orkuinntöku þessara tveggja hópa. Miðað við opinberar ráðleggingar um próteinneyslu (10–20% af heildarorku; E%) náðu flestir grænkerar að borða nægilegt magn af próteini (miðgildi; 25; 75 hundraðshlutar) (12.0E%; 10.2E%; 13.9E%). Hins vegar náðu margir grænkerar ekki ráðlögðum dagskammti (RDS) fyrir B2-vítamín hjá körlum, B1- vítamín, fólat, D-vítamín, kalk, járn hjá konum, joð og selen. Einnig náðu margir alkerar ekki RDS fyrir fólat, C-vítamín, D-vítamín, járn hjá konum og joð með mataræðinu einu saman. Af þeim grænkerum sem svöruðu (95% svarhlutfall) var regluleg notkun bætiefna 100% en 70% meðal alkera (100% svarahlutfall).
    Ályktanir: Fæðuvenjur grænkera og alkera á Íslandi eru talsvert ólíkar. Miðað við þá fæðuhópa sem tilheyra bæði fæði grænkera og alkera, og miðað við inntöku á orkuefnum, samræmdist grænkerafæði betur opinberum ráðleggingum um mataræði en fæði alkera. Hins vegar náðu margir grænkerar og alkerar ekki RDS fyrir ákveðin vítamín eins og D-vítamín og steinefni eins og joð án bætiefna. Báðir hópar gætu bætt mataræði sitt, einkum alkerar, og aukin fræðsla um mikilvægi næringar er mikilvæg fyrir alla, sem og gott aðgengi að hollum matvælum.

Samþykkt: 
  • 7.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.MPH_Olga.Eir.Thorarinsdottir.pdf2,73 MBLokaður til...07.02.2028HeildartextiPDF
Yfirlysing_Olga.Eir.Thorarinsdottir.pdf7,49 MBLokaðurYfirlýsingPDF