is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43388

Titill: 
  • ADHD og nám yngri barna : kennsla ungra barna með ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • ADHD eða athyglisbrestur með ofvirkni á leik- og grunnskólaaldri er viðfangsefni þessarar ritgerðar. ADHD er algeng röskun á taugaþroska sem er að miklu leyti arfgeng. Einkennum ADHD er skipt í þrjú kjarnaeinkenni, athyglisbrest, hreyfiofvirkni og hvatvísi. Fylgiraskanir ADHD eru margar og mjög algengar t.d. mótþróaþrjóskuröskun, lesblinda, kvíði og þunglyndi. ADHD hefur mikil áhrif á skólagöngu og daglegt líf. Tilgangur verkefnisins er að taka saman þær aðferðir sem kennari getur nýtt sér til þess að koma til móts við þarfir barna með ADHD. Við vinnslu þessarar ritgerðar voru notaðar ýmsar heimildir bæði um kennslu barna með ADHD og kenningar í þroska og/eða námssálfræði sem geta nýst til þess að aðlaga aðferðir að börnum með ADHD. Einnig voru nýttar heimildir um greiningu, einkenni og taugaþroska barna með ADHD. Þá var stuðst við langtímarannsókn um ADHD einkenni á leikskólaaldri og árangur í grunnskólanámi. Niðurstöður þessarar samantektar leiddu í ljós að til eru margar aðferðir sem kosta hvorki auka mannskap né sérfræðiþekkingar umfram kennaramenntunar. Þá var einnig hægt að sjá að skortur er á þekkingu á ADHD innan skólanna sem vert væri að skoða betur m.t.t. endurmenntunar kennara.
    Börn með ADHD eru jafnan skapandi, frumlegir og drífandi einstaklingar og mikilvægt er fyrir samfélagið að þau fái jöfn tækifæri til náms og leiks á við önnur börn. Samfélagið mun skorta ýmislegt fái þau ekki að láta í ljós sitt skína.

Samþykkt: 
  • 15.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrefna bed lokaútgáfa.pdf427.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
bed.jpeg630.83 kBLokaðurYfirlýsingJPG