is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43390

Titill: 
  • Titill er á ensku Effects of the Beanfee token economy software on students´ persistent problem behavior and lack of academic engagement
  • Áhrif Beanfee hvatningakerfis á námsástundun og hegðun nemenda með sögu um langvarandi hegðunarvanda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    This study examined the effects of individualized token reinforcement systems conducted through the Benfee software, on persistent behavioral problems of middle school students. Participants were three boys and one girl, ages 11–13, exhibiting excessive disruptive behavior and lack of academic engagement, in four classrooms in a public school in the capital area of Iceland. Individualized Beanfee programs were designed for each participant in collaboration with their parents and primary teachers. Information from the teachers was used to set behavioral goals according to classroom rules and expectations. Reaching set goals led to students receiving tokens, „beans“, which they could use to purchase rewards in the Beanstore within the Beanfee program. The parents chose a variety of rewards that were available in the Beanstore and provided the researcher with information about their child's favorite characters to personalize achievement badges in the Beanfee program. The participants assessed and self-monitored their target behaviors and marked if they had achieved their goal at the end of every class. The teachers also assessed the participant's behavior in the same class, marked whether the set goal was achieved. Parents could check teacher and student assessments through the Beanfee software at home, and when their children had earned and selected rewards in the Beanstore they would provide the backup reinforcers at home. The intervention for each participant lasted 1- 4 weeks. Teachers´ procedural fidelity was assessed in 100% of all measurements and was 89,6% on average. Target behaviors were measured with direct observation. The duration of academic engagement was measured with a stopwatch, from when the engagement began until it ended. disruptive behavior was measured with frequency recording. Inter-rater reliability was assessed in 35% of all baseline measurements and 30% of all intervention phase measurements and was 95% on average. During the baseline phase, the average frequency of disruptive behavior for all participants was 52.2 per 15-minute observations. After the intervention had been implemented for all participants, the frequency of disruptive behavior decreased on average to 5.2 per 15-minute observations (90% decrease in disruptive behavior overall). Academic engagement went from 21% on average for all participants during baseline phases to 73% after the intervention had been implemented (349% increase in academic engagement overall). Questionnaires on the paricipants‘ experience with the Beanfee software revealed high social validity of the intervention. These results indicate that individualized Beanfee token reinforcement systems, implemented through collaboration of teachers, students and parents, can reduce persistent disruptive behavior and promote academic engagement for students in general education classrooms.

  • Í þessari rannsókn voru áhrif Beanfee hugbúnaðarins skoðuð á truflandi hegðun og námsástundun fjögurra þátttakanda á aldrinum 11-13 ára. Einstaklingsmiðuð hvatningakerfi voru hönnuð með Beanfee hugbúnaðinum fyrir hvern þátttakenda í samstarfi við foreldra þeirra og umsjónarkennara. Hegðunarmarkmið voru valin í samráði við kennara, sem tóku mið af reglum þeirra í kennslustofunni og væntingum þeirra til hegðun nemandans. Foreldar þátttakenda völdu þau verðlaun sem voru í boði í Baunabúðinni og veittu rannsakanda upplýsingar um áhugamál og uppáhalds persónur þátttakenda til að útbúa afreksmerki sem höfðuðu til þátttakenda. Eftir fundi með foreldrum og kennurum var einstaklingsmiðað hvatningarkerfi hannað með Beanfee hugbúnaðinum fyrir hvern þátttakanda með því að setja inn verðlaun, afreksmerki, hegðunarmarkmið og tímasetja endurgjafir. Þátttakendur sáu um að meta og skrá í Beanfee hvort hegðunarmarkmiði sínu hafi verið náð í lok hvers tíma. Kennarar sáu einnig um að meta og skrá hvort nemandi hafi náð hegðunarmarkmiði sínu. Foreldrar gátu fyglst með framförum nemandans í sínum tækjum og sáu um að veita þátttakendum þau verðlaun sem þeir keyptu í Baunabúðinni. Íhlutun fyrir hvern þátttakanda varði í 1-4 vikur. Gæði framkvæmdar var metin í 100% af öllum mælingum og var að meðaltali 89,6%. Markhegðun var metin með beinu áhorfi. Námsástundun var metin með tímamælingu frá því að námsástundun hófst þar til hún endaði og truflandi hegðun var metin með tíðnimælingu. Til að meta áreiðanleika skráninga, var samræmi matsmanna metið í 35% grunnskeiðsmælinga og 30% mælinga á inngripsskeiði og reyndist að meðaltali 95%. Meðaltíðni truflandi hegðunar lækkaði úr 52,2 tilvikum á 15 mínútna athugunum á grunnskeiði, niður í 5,2 tilvik á 15 mínútna athugunum þegar Beanfee var beitt (90% lækkun að meðaltali). Námsástundun var 21% að meðaltali fyrir alla þátttakendur á grunnskeiði og jókst yfir í 73% eftir að íhlutun var innleidd (349% hækkun að meðaltali). Spurningarlisti um upplifun þátttakenda og kennara þeirra á notkun Beanfee hugbúnaðins sýndi hátt félagslegt réttmæti.Niðurstöður benda til að einstaklingsmiðað hvatningarkerfi, framkvæmt í samvinnu kennara, nemenda og foreldra með Beanfee hugbúnaðinum getur dregið úr langvarandi hegðunarvanda og ýtt undir námsástundun nemenda á miðsstigi.

Samþykkt: 
  • 20.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaMG_yfirlysing.pdf234.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistararitgerð+ grein í viðauka_ Lokayfirferð.pdf3.69 MBLokaður til...27.01.2025HeildartextiPDF