is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43393

Titill: 
 • Svefn á tímum Covid-19 : áhrif Covid-19 á svefn háskólanema
 • Titill er á ensku Sleep during Covid-19 : the effect of Covid-19 on sleep in university students
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Háskólanemar eru í umhverfi sem getur aukið líkur á minni svefn og eru þónokkur atriði sem geta komið í veg fyrir að þessi hópur sofi nóg. Samkomutakmarkanir á tímum heimsfaraldursins Covid-19 hefur haft áhrif á samfélög um allan heim og er mögulega einn þeirra þátta, þar sem mikið var um breytingar á daglegu lífi háskólanema.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að skoða svefnvenjur háskólanema á tímum Covid-19 með huglægum og hlutlægum mælingum og bera þær saman við rannsóknir á svefnvenjum háskólanema fyrir tíma heimsfaraldursins Covid-19.
  Aðferðir: Rannsóknin var þversniðsrannsókn þar sem 256 háskólanemum af fyrsta ári var boðin þátttakan og voru 76 sem áttu gild gögn til frekari greininga. Gögnum var aflað með spurningalista og hreyfimælum (Actigraphy GT3X+) sem voru bornir í viku. Þá var notast við grunnupplýsingar og svefnbreytur sem snérust að svefnlengd, tímasetningu svefns og svefngæðum. Rannsóknin var gerð á meðan á samkomutakmörkunum stóð á Íslandi og voru nemendur meira og minna að sinna námi í fjarnámi.
  Niðurstöður: Háttatími háskólanema alla daga vikunnar var klukkan 01:41 að meðaltali, þá voru karlar að fara seinna að sofa en konur og seinna á fætur. Marktækur munur var á svefnlengd karla og kvenna fyrir alla daga vikunnar þar sem karlar sváfu að meðaltali 7 klukkustundir og 10 mínútur meðan konur sváfu að meðaltali 7 klukkustundir og 37 mínútur (p=0,034). Ekki var munur á breytum fyrir svefngæði milli kynja en tæplega helmingur þátttakenda töldu svefngæði sín verri samanborið við fyrir tíma Covid-19.
  Ályktun: Samfélagslegar breytingar á tímum Covid-19 hafði áhrif á allan heiminn með komu sinni og þó ekki sé hægt að segja með vissu er líklegt að samkomutakmarkanir á tímum Covid-19 hafi haft áhrif á svefnhegðun háskólanema.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: University students are in an environment that can increase the likelihood of less sleep, there are quite a few reasons that can prevent this group from getting enough sleep. Restrictions during the Covid-19 pandemic have affected communities around the world and are possibly one of the factors, where there were many changes in the daily life of university students.
  Specific aims: The aim of this study was to examine the sleeping habits of university students during the time of Covid-19 with subjective and objective measurements and compare them with research on the sleeping habits of university students before the Covid19 pandemic.
  Methods: The study was a cross-sectional study in which 256 first-year university students were invited to participate, and there were 76 who had valid data for further analysis. Data were collected with questionnaires and accelerometer (Actigraphy GT3X+) which were worn for a week and used basic information and sleep parameters related to sleep duration, sleep timing and sleep quality. The study was conducted during restrictions in Iceland, and students were studying by remote learning most of the time.
  Results: University students’ bedtime for every day of the week was 01:41 am on average, men were going to bed later than women and getting up later. There was a significant difference between men's and women's sleep duration for all days of the week, where men slept an average of 7 hours and 10 minutes while women slept an average of 7 hours and 37 minutes (p=0.034). There was no difference in parameters for sleep quality between genders, but almost half of the participants considered their sleep quality to be worse compared to before Covid-19.
  Conclusion: Social changes during Covid-19 affected the whole world with its arrival, and although it is not possible to say for sure, it is likely that Covid-19 affected the sleep parameters and sleep behavior of university students.

Samþykkt: 
 • 21.2.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svefn_á_tímum_Covid-19.pdf1.6 MBLokaður til...01.01.2026HeildartextiPDF
skemman_yfirlysing_AldaÓlína.pdf92.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF