is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43394

Titill: 
  • „Svo er maður ekki einn í þessu“ : þörf á foreldrafræðslu og stuðningi í uppeldishlutverkinu : sjónarhorn feðra 13–16 ára unglinga
  • Titill er á ensku “Besides, you´re not alone in this” : the need for parental education and support in parenting : the perspectives of fathers of teenagers 13–16 years of age
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Foreldrahlutverkið hefur breyst á ýmsan hátt í tímans rás, samhliða samfélagslegum breytingum. Má í því sambandi til dæmis nefna breytingar varðandi sýn á föðurhlutverkið, frá því að líta á feður sem fyrirvinnur yfir í það að horfa á þá sem umönnunaraðila til jafns við móður. Foreldrar standa frammi fyrir nýjum áskorunum í uppeldinu við þroskabreytingar sem eiga sér stað á unglingsárunum. Rannsóknir benda til þess að foreldrar upplifi áhyggjur og kvíða varðandi uppeldi unglinga. Því er mikilvægt að skoða þörf fyrir stuðning, fræðslu og
    ráðgjöf varðandi uppeldi unglinga, ekki síst meðal feðra, þar sem fáar rannsóknir hér á landi hafa skoðað sýn þeirra á foreldrahlutverkið. Markmið rannsóknarinnar er að skoða reynslu og sýn feðra 13–16 ára unglinga á föðurhlutverkinu og kanna hvort þeir telji þörf á
    foreldrafræðslu og stuðningi í uppeldishlutverkinu. Einnig hvaða fræðslu þeir telji sig þurfa og í hverju stuðningur í uppeldishlutverkinu ætti að vera fólginn til að nýtast megi þeim sem best. Rannsókn þessi er hluti af stærra rannsóknarverkefni, Foreldrafræðsla á Íslandi: Hver er þörfin? sem Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor á Menntavísindasviði HÍ, stendur fyrir og leiðir. Í rannsókninni var notuð eigindleg aðferðafræði. Gagnasöfnun byggði á  hálf-opnum einstaklingsviðtölum við átta feður, sem valdir voru með tilliti til búsetu, menntunar og aldurs barns. Viðtölin voru þemagreind. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að feður hafi þörf fyrir að ræða föðurhlutverkið sem hefur breyst á undanförnum áratugum. Breytingarnar virðast valda þeim nokkru óöryggi með hlutverk sitt. Feðrunum finnst þroskabreytingar unglingsáranna oft vera áskorun í uppeldinu,sem og áhrif samfélagsmiðla á unglinga. Feðurnir leita stuðnings í uppeldishlutverkinu til maka, fjölskyldu og vina og telja sig ekki hafa sérstaka þörf fyrir fræðslu og ráðgjöf utanaðkomandi aðila. Feðurnir hafa nokkrar hugmyndir um framkvæmd foreldrafræðslu. Þeir myndu til dæmis vilja hafa hana kynjaskipta þar sem feður gætu rætt við aðra feður um uppeldi unglinga, einkum varðandi samskipti og tengsl. Öll foreldrafræðsla verður að þeirra mati að vera mjög markviss og fjalla um efni sem brennur á foreldrum. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að nýtast til að leggja grunn að foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf fyrir þennan hóp, með þarfir þeirra og reynslu að leiðarljósi.

  • Útdráttur er á ensku

    The role of the parent has changed through time and alongside societal changes. The role of the father is no longer centered around being the breadwinner, rather they are regarded as equal partners (with mothers) in bringing up their children. Parents face challenges in the upbringing of their children not least during the developmental changes during their children’s teenage years. That is why it is of importance to research fathers’ need for support, education and counselling when parenting teenagers, since very few research have explored their perspectives on parenting. The objective of this research was to study the experiences and perspectives of fathers of 13–16-year-old teenagers and explore if they believed fathers needed education and support in the parenting role. What kind of education did they feel they needed, and kind of support would be useful. This research is a part of a larger study, Parental education in Iceland: What is the need? Which is conducted and led by Hrund Þórisdóttir Assistant Professor at the School of Education, University of Iceland. This study used qualitative research method. Data collection was based on semi-structured interviews with eight fathers who were selected based on where they lived, education and the age of the child. Thematic analyzes was used. The findings show that fathers have a need to discuss their parental role which has changed over the past decades. The changes seemed to cause them some insecurity about their role. The fathers believed that the developmental changes taking place during their children’s adolescence were challenging, and saw social media as being a factor. For support, the fathers turned to their spouse, family and friends but did not believe they had a special need for education or outside counselling. The fathers have some ideas for implementing parental education. For example, they would like gender-based parental education where fathers could talk to other fathers about upbringing, especially regarding communication and connection with their teenagers. In their view, all parental education must be targeted, and include the topics that cause parents most concern. The conclusions from this study should be useful for laying the foundation for a parental education program and counselling for this group with consideration for their need and experience.

Samþykkt: 
  • 21.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni MA-Aníta Jónsdóttir.pdf818.96 kBLokaður til...31.12.2023HeildartextiPDF
skemman_yfirlysing_AJ.pdf92.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF