Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43395
Gæðastjórnun er hugmyndafræði sem nýtt hefur verið í stjórnun fyrirtækja og stofnana. Færð hafa verið rök fyrir gagnsemi gæðastjórnunar í skólastarfi bæði á hugmyndafræðilegum og hagnýtum forsendum. Nokkrir íslenskir framhaldsskólar feta þann veg að innleiða gæðastjórnunarkerfi til að styðja við stjórnun og efla gæði skólastarfsins. Þetta verkefni byggist á rannsókn í fjórum framhaldsskólum þar sem gagna er aflað frá stjórnendum sem eru á þeirri vegferð að innleiða nýtt gæðakerfi. Í verkefninu er dregin fram reynsla þeirra og lærdómur af ferlinu. Tveir skólanna hafa þegar skilgreint og innleitt verklag um nám og kennslu í gæðahandbók og tveir unnu að gerð og innleiðingu gæðahandbókar. Allir skólarnir nýttu þætti úr aðferðum gæðastjórnunar fyrir sína starfsemi. Helstu áskoranir sem viðmælendur nefndu voru að vinna þessu tengd væri mikil og tímafrek og það væri flókið að laða fram skilning starfsfólks á gæðastjórnun og að fá það með sér í lið. Það sem helst studdi við árangur við innleiðsluna er að þeir sem leiddu hana voru framsæknir, leituðu sér aðstoðar og öfluðu sér þekkingar, væru með gott teymi í kringum sig og áttu í virku samtali um gæðastjórnun við starfsfólk. Öllum stjórnendunum sem rætt var við fannst vera ávinningur af notkun á gæðakerfi. Þeir tóku fram þar um að verklag væri skýrt og leiðbeinandi, samræmi væri við úrlausnir mála, þekkingin varðveitist innan skólanna, verklagið stuðlaði að umbótum og skólaþróun, sem og eflingu faglegra vinnubragða. Þeir sem velta fyrir sér hvort innleiða ætti gæðakerfi í skólum geta nýtt niðurstöður rannsóknarinnar til að meta ávinning af notkun gæðakerfis auk þess sem þeir fá innsýn í þær áskoranir sem má búast við í ferlinu og leiðum sem hafa gagnast þeim sem rutt hafa brautina.
The methods of Total Quality Management (TQM) have been used to facilitate good management practices in companies and organizations. It has been argued that applying TQM methods to school management can be useful. Some Icelandic Secondary Schools use TQM methods. In this research I interviewed School Leaders and Quality Managers of four Icelandic Upper Secondary schools who use TQM methods about their experience and learning. These four schools use methods of TQM in their management practices. The findings revealed that the main challenges they experienced concerning implementing TQM were heavy workload, complexity of TQM concepts and ideology and getting employees on board. Things that have been helpful when implementing TQM were being pro active in seeking assistance and acquiring knowledge and skills, having a supportive and cooperative team, and involving staff in defining policy and procedures. All participants agreed that TQM methods are beneficial. The main benefits mentioned were clear and instructive procedures, consistency in procedures, preserving knowledge og practices and using TQM methods for school improvements. Those who have considered if quality management methods should be used in schools can use these results to evaluate feasability of using TQM. They will know challanges they can expect in the process and ways the school who have gone before have used to meet those challenges.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna Jóna Kristjánsdóttir meistaraverkefni M.Ed.pdf | 860,95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing AJK.pdf | 308,53 kB | Lokaður | Yfirlýsing |