Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43396
Kennsla einhverfra framhaldsskólanemenda sem þurfa mikinn og sértækan stuðning hefur ekki verið rannsökuð mikið. Kennslu þeirra ber sjaldan á góma í samfélaginu og þá oftast tengt neikvæðri umræðu um einhvers konar úrræðaleysi. Tilgangur rannsóknarverkefnisins er að fá innsýn inn í aðstæður framhaldsskólakennara sem kenna einhverfum nemendum með sértækan stuðning. Þátttakendur í rannsókninni voru sex þrautreyndir framhaldsskólakennarar á starfsbrautum í sex framhaldsskólum víðs vegar um landið. Rannsóknin byggir á fyrirbærafræðilegri nálgun og félagslegu sjónarhorni á fötlun. Tímahugtakið crip-tími sem varpar ljósi á sértæka upplifun fatlaðs fólks á tíma, er notað í gagnagreiningunni. Einnig lágstemmd nálgun sem er einstaklingsmiðuð leið til að takast á við óæskilega hegðun án þess að nota þvingun eða valdbeitingu. Tekin voru hálfstöðluð eigindleg viðtöl við þátttakendur á tímabilinu desember 2021 til febrúar 2022. Í niðurstöðum kom m.a. fram að viðhorf kennaranna til nemendanna var oftast jákvætt og þeir báru umhyggju fyrir nemendum sínum. Upplifun og líðan framhaldsskólakennaranna í rannsókninni var almennt góð og töldu kennararnir álagið í sinni vinnu oftast nær hæfilegt. Eins kom fram að þeir töldu starfið skapandi og fjölbreytt. Stundum upplifðu kennararnir sig ráðalausa þegar ekki gekk vel að mæta einhverfum nemendum með sértækan stuðning. Þar sem vel gekk var mannúðlegum aðferðum beitt og forðast var að nota þvinganir og valdbeitingu. Þeirri nálgun sem byggt var á í rannsókninni og fólst í að nota hugtökin crip-tími og lágstemmd nálgun eru nýmæli hér á landi. Bæði falla þau vel að aðstæðum nemendanna og gætu orðið gott innlegg í það að efla gæði kennslu og auka skilning á aðstæðum einhverfra nemenda með sértækan stuðning.
The research literature in Iceland on teaching autistic upper secondary school students who need intensive and complex support is limited. The issue is rarely discussed in society, and then usually negatively with focus on lack of services. The purpose of this research project is to gain an insight into the circumstances of upper secondary school teachers who teach autistic students with complex support. The participants in the study were six experienced upper secondary school teachers who worked in six different upper secondary schools around Iceland. The research is based on a phenomenological approach and a social perspective on disability. The term crip time is used to describe autistic students’ unique relationship to time, scheduling, and routine. Also, the Low Arousal Approach method is introduced as practices which emphasize behaviour management strategies that focus on the reduction of stress, fear, and frustration and seek to prevent aggression and crisis situations. Semi-structured qualitative interviews were conducted in December 2021 through February 2022. The findings suggest that the teachers who participated in this research project had in general positive and compassionate attitudes towards their students. The upper secondary school teachers were also positive towards their job and did not find it overly stressful. Also, they experienced their teaching job as creative with diverse tasks. However, there were times that the teachers had experienced lack of resources or abilities to be able to meet the need of their autistic students with complex support. The findings demonstrate that the teachers had successfully adopted human methods to be able to avoid coercion and force in their teaching environments. This is the first Icelandic research projects where crip time and Low Arousal Approach are employed. These approaches are well suited for teachers who teach autistic students with complex support and has the potential of improving the quality of teaching and creating a safer environment for those students.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ásta-Birna-Ólafsdóttir rbr.pdf | 772.14 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemman_yfirlysing_Ásta Birna.pdf | 260.4 kB | Lokaður | Yfirlýsing |