is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43398

Titill: 
  • Krakkar með krökkum : kennsluefni í félagsfærni, jafningjafræðslu og leiðtogaþjálfun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er lokaverkefni til M.Ed. prófs í tómstunda - og félagsmálafræði en ásamt greinagerðinni er verkefnið byggt upp sem kennsluefni ásamt kennsluleiðbeiningum. Markmið með greinargerðinni er að lýsa kennsluefninu, gera það aðgengilegt og þróa það síðan áfram þannig að úr verðir sjálfbært kennsluefni sem grunnskólar landsins geta nýtt í félagsfærnikennslu. Kennsluefnið er byggt á verkefninu Krakkar með krökkum sem Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið með í grunnskólum landsins og er forvarnarverkefni gegn einelti. Um er að ræða félagslega nýsköpun sem byggir á því að virkja þann kraft sem býr í unglingum til að hafa jákvæð áhrif á yngri börn, vera jákvæðar fyrirmyndir þeirra yngri, virkja nemendalýðræði og gefur unglingum tækifæri til að efla sig en um leið að sinna jafningjafræðslu í yngri bekkjum. Um er að ræða samstarfsverkefni þar sem byggt er ofan á verkefni Vöndu, það stækkað og gert að kennsluefni. Efnið byggir á 24 kennslustundum fyrir 4.-7. bekk þar sem unnið er með félagsfærni, samskipti og vináttu sem forvarnir gegn einelti. Allir nemendur í 9. bekk taka þátt í leiðtogaþjálfun og síðan gefst þeim kostur á að fara inn í 4.- 7. bekk með jafningafræðslu.
    Rannsóknir á félagsfærni barna hafa mikið verið í umræðunni undanfarin ár en komið hefur í ljós að þessari færni virðist hafa hrakað mikið hjá börnum og ungmennum. Hvað veldur er ekki vitað en ýmsir þættir sem fylgja nútímasamfélagi hjálpa ekki til. Með félagsfærni er m.a. átt við færni einstaklinga til að vinna í hóp með öðrum, geta séð hlutina frá sjónarhorni annarra, lært af fyrri reynslu til að nýta við mismunandi aðstæður, að kunna að vera í samskiptum við aðra og taka tillit. Mikilvægt er að átta sig á að efla þarf félagsfærni barna og til eru margar leiðir til að vinna með slíkt, aðalmálið er að gefa sér tíma til að vera sífellt að vinna með félagsfærni, vináttu - og samskiptaþjálfun til að börnin efli þessa færni. Mikilvægt er fyrir skóla að skapa góða menningu þar sem nemendur eru samstíga um að vanda sig í samskiptum við aðra og taka tillit til allra, óháð t.d kyni, aldri og þjóðerni.

Samþykkt: 
  • 21.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BerglindÞráins - greinargerð.pdf745,31 kBLokaður til...31.05.2030GreinargerðPDF
BerglindÞráins-kennsluefni.pdf4,31 MBLokaður til...31.05.2030kennsluefniPDF
Lokaverkefni yfirlýsing.pdf404,03 kBLokaðurYfirlýsingPDF