is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43400

Titill: 
 • Tækni og tónmennt : horft til framtíðar
 • Titill er á ensku Technology in music education : what should the next step be?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með tækniframförum síðustu ára hafa skapast tækifæri til að nálgast tónmenntakennslu á nýjan máta. Hraði tækniframfara á sviði tónlistar hefur þó verið slíkur að það getur reynst flókið að ná utan um viðfangsefnið tækni í samhengi tónmenntakennslu. Fyrri rannsóknir hafa bent á gegnumgangandi leiðarstef varðandi viðhorf íslenskra tónmenntakennara til tækninnar. Þar hefur komið fram að þrátt fyrir aukið aðgengi að tækjakosti, virðist kennurum ganga seinlega að nýta sér tæknina á merkingarbæran hátt í sinni kennslu. Þar með er ekki sagt að áhuginn sé ekki til staðar. Kennurum virðast hreinlega fallast hendur yfir möguleikunum og vilja fremur hinkra þar til að frekari reynsla skapist í þessum efnum í stað þess að hefja vegferðina sjálfir. Áður en aðgengi og afstaða tónmenntakennara til tæknimála verður frekar könnuð í ljósi nýlegri tækniframfara er vert að kafa dýpra í núverandi aðstæður. Þessum skrifum er ætlað að draga saman fyrri þekkingu með von um að slíkt gæti haft í för með sér umbætur.
  Niðurstöður rannsókna hafa bent til þess að tónmenntakennara skorti tækifæri til starfsþróunar og endurmenntunar. Auk þess virðast hefðir og aðstæður þeirra í starfi takmarka framfarir fagsins. Þau námstækifæri sem geta skapast með aukinni notkun á tækni í kennslunni eru gjarnan vannýtt vegna skorts á kennslufræðilegri þekkingu á viðfangsefninu. Kennurum hættir til að ofmeta getu nemenda í þessum efnum og telja sig ekki búa yfir getu til að aðstoða nemendur og telja sig á þeirra heimavelli. Fyrir frekari kannanir á tækninotkun í íslenskum grunnskólum þyrfti að liggja fyrir matsrammi sem skilgreinir kennslufræðilega gagnsemi tækninotkunar. Mikil þörf er á opnu samtali innan stéttarinnar til að taka á þeim efnum sem hér hafa verið tíunduð. Kennurum ber því viss skylda til þess að tileinka sér hugarfar sem tryggir blómlegt samspil hefða og framtíðar með tilliti til möguleika tækninnar.

 • Útdráttur er á ensku

  Technological advances of the past couple of years have significantly impacted music education. However, due to the fast pace of these advances, educators are now faced with new obstacles causing delays in further development in the field. Past studies have pointed out a pattern when implementing more technology into the curriculum. Educators are faced with too many choices and feel somewhat overwhelmed by technology. Though many voices their interest, they are still deciding whether to lead any change or wait until the dust settles. Before further observation of and usage and availability of technology in the classroom, these recurring patterns will have to be addressed. The purpose of this study is to take a closer look at these themes presented in past studies and try to make sense of them.
  Studies have shown that Icelandic music educators lack opportunities for personal development. The isolating nature of their profession and culture can be limited to any future progress in music education. Educators must gain the pedagogical skills to use technology in the classroom appropriately. Even though most students have the advantage of being digital natives, they lack musical proficiency and therefore need teachers' assistance to navigate through the landscape of digital music education. Before there needs to be further observations on the subject, educators and policymakers need to establish a framework that defines the use of technology in the classroom. Any implementation of technology needs to have a sound pedagogical purpose. Music is an ever-changing art form that every generation holds ownership of. Music educators must develop practices that account for the intricate ensemble of traditions and the future.

Samþykkt: 
 • 21.2.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjarkiGuðmundsson_MEd_LVG401L- Tækni og tónmennt 24:1:23. .pdf427.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_.pdf440.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF