is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43403

Titill: 
  • Samstíga í átt að farsælum þáttaskilum : samfella í námi barna.
  • Titill er á ensku Together towards a successful transition : continuity in early childhood education.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt fram á samstarf milli leik- og grunnskóla í tengslum við þætti eins og umhverfi, aðlögun, heimsóknir og nám. Minna er um rannsóknir á þáttaskilum milli dagforeldris og leikskóla. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hvernig samstarf og samfellu sé háttað á milli dagforeldra og leikskóla annars vegar og leik- og grunnskóla hins vegar, kanna hvaða aðferðir eru notaðar sem stuðla að farsælli samfellu í námi og reynslu barna og hvaða áherslur lagt er á í slíku samstarfi. Tilgangur rannsóknarinnar er að finna leiðir sem stuðla að farsælli samfellu í námi barna þegar þau fara á milli þessara stofnanna. Þessar aðferðir snúa meðal annars að leik, málörvun og læsi, stærðfræði, félagsfærni og vináttu. Rannsókn þessi var byggð á fyrirliggjandi gögnum og eigindlegum viðtölum þar sem tekið var mið af svörum átta viðmælenda. Gerð var tilviksrannsókn (e. case study) þar sem tilvikin voru skoðuð í tveimur mismunandi aðstæðum.
    Þessi rannsókn getur aukið skilning á samfellu og mikilvægi samskipta og tengsla við þáttaskil en niðurstöður bentu til þess að mikill vilji væri til samstarfs á öllum stigum en að skortur væri þó á samfellu milli dagforeldra og leikskóla, tengslin voru engin þar á milli. Samfella ríkir aftur á móti á milli leik- og grunnskóla en þó mætti gera betur hvað varðar nám og kennsluaðferðir þar á milli. Viðmælendur voru sammála um að félagsfærni og vinátta væri mjög mikilvæg. Einnig að lykilatriði væri að börnin kynnu að eiga í samskiptum við aðra. Rannsókn þessi er takmörkuð og skilur eftir mikið rými fyrir frekari athuganir í tengslum við samfellu, samstarf, kennsluaðferðir, nám barna sem og fræðslu og faglegan stuðning til dagforeldra.
    Lykilhugtök: Samfella, samstarf, þáttaskil, tengsl, dagforeldrar, leikskóli, grunnskóli, námsþættir, námsefni, efniviður, kennsluaðferðir, námsaðferðir, kennari.

  • Útdráttur er á ensku

    Many studies have shown collaboration between preschool and elementary school in relation to factors such as environment, adaptation, visits, and education. There is less research on the transition between day care and preschool/kindergarten. The main aim of this study is to shed light on collaboration and continuity between day care providers and preschool on the one hand, and kindergarten and elementary school on the other, to explore the importance of teaching methods and learning factors and find ways that contribute to a successful continuum in children's learning. These subjects include language stimulation and literacy, mathematics, social skills, and friendship. This study was based on conclusive data and qualitative interviews which examined the responses of eight individuals, two day care providers, six teachers and administrators of two preschools/kindergartens and one elementary school. A case study was conducted in which the cases were examined in two different situations. This study can increase the understanding of continuity and the importance of communication and relationships in transition programs.
    The results of this study indicated that there was a strong willingness to collaborate at all levels, but there was a lack of collaboration and continuity between day care providers and preschool, in fact, there was no connection between the two. There was, however, continuity between kindergarten and elementary school, whilst, in terms of academic subjects and teaching methods, improvement was necessary for the two facilities to have complete continuity. The participants all agreed that social skills and friendship were very important and that it was crucial that the children learn how to communicate with others. This research is limited and leaves opportunity for further observations in relation to continuity, collaboration, teaching methods, children's learning as well as education and professional support for day care providers.
    Key concepts: Continuity, collaboration, transition, communication, day care providers, preschool/kindergarten, elementary school, learning factors, academic subject, learning materials, teaching methods, learning styles, teacher.

Samþykkt: 
  • 22.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
324877981_1281137079175237_4004232955300233090_n.jpg176,42 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Samstíga í átt að farsælum þáttaskilum. Samfella í námi barna. Erlendsina_Yr_Gardarsdottir.pdf803,14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna