is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43406

Titill: 
  • Námsefni sem ætlað er að auka orðaforða og lesskilning fjöltyngdra nemenda : greinargerð með námsefni
  • Titill er á ensku Study materials intended to increase the vocabulary and reading comprehension of multilingual students
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur fjöltyngdum nemendum fjölgað mikið í íslenska menntakerfinu. Grunnskólar landsins starfa eftir stefnunni skóli án aðgreiningar en sú stefna felur í sér að mæta eigi þörfum allra nemenda út frá stöðu þeirra. Þetta þýðir að mæta þarf hinum sívaxandi hóp fjöltyngdra nemenda út frá hverjum einstaklingi fyrir sig.
    Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að auka eigi útgáfu sérsaminna námsgagna fyrir fjöltyngd börn er raunin sú að inni á vef Menntamálastofnunar er úrvalið sáralítið. Meistaraverkefni þetta er hugsað til þess að bæta úr þeirri þörf. Verkefnið er námsefni og greinargerð með því. Markmið námsefnisins er að auka við orðaforða og lesskilning fjöltyngdra barna. Það verður gert með því að nýta þær lestrarbækur sem nú þegar eru lesnar í skólum landsins.
    Niðurstöður greinargerðarinnar bera með sér að fjöltyngdir nemendur eigi rétt á námsefni við hæfi, námsefni sem styrkir þá í sínu íslenskunámi. Grunnskólar landsins eiga að undirbúa alla sína nemendur til þess að lifa og starfa í íslensku samfélagi. Til þess að geta gert það verður íslenskukunnátta nemenda að vera góð. Rannsóknir sýna að fjöltyngdir nemendur eru líklegri til að hætta í námi en jafnaldrar þeirra sem hafa íslensku sem móðurmál. Þetta má að einhverju leyti rekja til þess að þá vantar íslenskan orðaforða, ekki síst námsorðaforða. Orðaforði og lesskilningur er nátengdur og þegar námsefnið verður erfiðara með hverju árinu breikkar bilið á milli orðaforða fjöltyngdra nemenda og þeirra sem
    hafa íslensku sem móðurmál.
    Það er því von höfundar að námsefnið geti stuðlað að því að brúa þetta bil og aukið við orðaforða og lesskilning fjöltyngdra barna.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years, there has been an increase in multilingual students in the Icelandic education system. All primary schools in Iceland operate according to the policy of inclusion in the schools. The inclusive policy entails meeting the needs of all students, which means that the ever-growing group of multilingual students has to be met on an individual basis.
    Despite the thoughtful promises from the Ministry of Education and Children to increase publication of specially prepared learning materials for multilingual children, the reality is that the current selection on the website of the Directorate of Education is very limited. This master's thesis has been carefully designed to try and remedy that need. The aim behind the learning material, included with the author's thesis, is to increase the vocabulary and reading comprehension of multilingual children. This will be done by using textbooks that are already available as reading material in schools as the basis for the learning material.
    The results of the literature review showed that multilingual students have the right to suitable learning material that can strengthen their capabilities in the Icelandic language and therefore any future studies. The Icelandic primary school system should be able to prepare all their students to live and work in the Icelandic society, and for that every student needs a strong understanding of the Icelandic language. Research has shown that multilingual students are more likely to drop out of secondary education than their peers whose native language is Icelandic. To some extent, this can be attributed to a lack of Icelandic vocabulary. Studies have shown that vocabulary and reading comprehension are closely related, and as subjects become more difficult every year, the gap between the vocabulary of multilingual students and those whose native language is Icelandic widens.
    It is therefore the author's hope that the learning material can contribute to reducing this gap and increase the vocabulary and reading comprehension of multilingual children.

Samþykkt: 
  • 22.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð með námsefni sem ætlað er að auka orðaforða og lesskilning fjöltyngdra nemenda.pdf1.16 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Hugrún Tanja Haraldsdóttir_vinnubók_Hér býr norn.pdf11.04 MBLokaður til...31.12.2123VinnubókPDF
Hugrún Tanja Haraldsdóttir_vinnubók_Óboðnir gestir.pdf9.96 MBLokaður til...31.12.2123VinnubókPDF
yfirlýsing_skemma_Hugrún_Tanja_Haraldsdóttir.pdf341.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF