is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43407

Titill: 
  • Það geta allir lært stærðfræði : greinargerð um skapandi stærðfræðinám- og kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni verður fjallað um skapandi stærðfræði og skapandi stærðfræðiverkefni sett fram sem tengd eru við aðalnámskrá grunnskóla og hæfniviðmið. Farið verður yfir hvað sköpun er, hvernig hún birtist í stærðfræðinni og hvernig ung börn upplifa talningu, form, mynstur og mælingar. Komið verður inn á hvers konar hugarfar er gott að tileinka sér í stærðfræði og námi almennt, en einnig inn á það hversu mikilvægt það er að börn tileinki sér vaxtarhugarfar fremur en festuhugarfar. Auk þess verður rætt um hlutverk kennara, þar sem bornar eru saman hugmyndir nokkurra fræðimanna þ.e. þeirra Dewey, Eisner og Boaler.
    Með þessari greinargerð fylgir verkefnabanki með 28 verkefnum, annars vegar verkefni sem unnin eru inni og hins vegar verkefni sem unnin eru úti. Hverju verkefni fylgja hæfniviðmið, lýsing á verkefninu og en auk þess eru viðaukar með sumum verkefnum, tilbúnir til útprentunar.
    Þessi verkefnabanki er hugsaður til að gera stærðfræðikennslu meira skapandi en hún er víða í dag, meira lifandi og opna. Að taka stærðfræði út fyrir bókina og þá hugsun að læra stærðfræði á annan hátt en að hver og einn sitjandi með bókina sína og reikni í hljóði. Skapandi stærðfræði gefur kennurum kost á að kenna nemendum á skemmtilegan hátt.

Samþykkt: 
  • 22.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinagerð-skapandi-stærðfræði.pdf345.31 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Verkefna-banki-skapandi-stærðfræði.pdf1.32 MBOpinnVerkefnaheftiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Hulda Ósk og Margrét Erla.pdf553.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF