is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43409

Titill: 
 • Innsýn í réttindafræðslu UNICEF í leikskólanum Klöppum
 • Titill er á ensku Insight into UNICEF’S rights education in the preschool Klappir
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er litið á börn sem þjóðfélagsþegna með fullgild réttindi. Ein áhrifaríkasta leiðin til að virða réttindi barna er að hlusta á þau, virða sjónarmið þeirra og gæta þess að þau upplifi sig sem þátttakendur í ákvarðanatöku um málefni sem varða þau.
  Réttindafræðsla UNICEF er verkefni sem byggir á að tryggja lýðræðislegt umhverfi í skólum þar sem Barnasáttmálinn er lagður til grundvallar í öllu starfi. Árið 2021 sótti starfsfólk leikskólans Klappa námskeið á vegum UNICEF og er í miðju ferli að gerast réttindaskóli.
  Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í hvernig staðið væri að réttindafræðslu hjá 4-6 ára börnum í leikskólanum Klöppum og kanna hversu vel börnin þekktu sín réttindi. Tilgangurinn var að öðlast skilning á því hvernig best sé staðið að réttindafræðslu í leikskólum. Rannsóknin byggist á eigindlegum aðferðum þar sem tekið var rýnihópaviðtal við fjóra leikskólakennara og sex hópviðtöl við 22 börn. Við úrvinnslu gagna var notast við þemagreiningu.
  Helstu niðurstöður voru að leikskólakennarar báru virðingu fyrir Barnasáttmálanum og sýndu metnað fyrir réttindafræðslu í leikskólanum. Þrátt fyrir að skammt væri liðið frá upphafi verkefnisins fannst leikskólakennurum að fræðslan hefði gengið almennt vel en helstu áskoranir voru tímastjórnun og aðlögun verkefna að aldri barnanna. Viðtöl við börnin sýndu að þau tengdu hugtökin öryggi og réttindi við umönnun, s.s. fæði og huggun. Börnin voru á þeirri skoðun að leikskólakennarar réðu í leikskólanum. Á sama tíma báru þau virðingu og skilning fyrir reglum sem voru í leikskólanum. Þau upplifðu að rödd þeirra hefði vægi og að skoðanir þeirra væru virtar.
  Niðurstöður benda til þess að vel sé staðið að réttindafræðslu í leikskólanum. Kennarar voru gagnrýnir á eigin störf og höfðu ákveðna sýn á það hvernig best væri að miðla fræðslunni. Ánægja barnanna og vellíðan í leikskólanum gefur vísbendingu um að borin sé virðing fyrir börnunum og þörfum þeirra séu mætt.

 • Útdráttur er á ensku

  According to the United Nations Convention on the Rights of the Child, children are valid members of society with valid rights. One of the most effective ways to respect children's rights is to listen to them, respect their views and ensure that they experience themselves as participants in decision-making on issues that concern them. UNICEF’s Rights Respecting School Award is a project that ensures a democratic environment in schools where the Convention on the Rights of the Child is the basis of all work. In 2021, the Klappir preschool attended a course held by UNICEF and is in the process of becoming a right respecting school.
  The aim of this study was to gain insight into how rights education was carried out among 4–6-year-old children at the preschool Klappir, and to examine how well the children knew their own rights. The purpose was to gain understanding of how best to promote rights education in preschools. The study is based on qualitative methods where a focus group interview was conducted with four preschool teachers and six group interviews with 22 children. A thematic analysis was used to analyze the data.
  The main results were that preschool teachers respected the Convention on the Rights of the Child and were ambitious for rights education in the preschool. Although the teachers had been working with the rights education for a short period of time when the research took place, the project was generally successful, but the main challenges were time management and the adaptation of the material to the children's development. Interviews with the children showed that they linked the concepts of safety and rights to care (e.g., food and hugs). They found that the adults had authority in the preschool, but respected and understood the school's rules. Simultaneously, the children felt that their voices were considered important, and their views were respected.
  The results indicate that the rights education in the preschool Klappir is succsessful. Teachers were critical of their own work and had a definite view of how to best conduct the rights education. The children's understanding of rights seems to be greater than they can express in words and their satisfaction and well-being at school is an indication that they are respected, and their needs are met.

Samþykkt: 
 • 22.2.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf237.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefni.pdf918.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna