is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43410

Titill: 
 • Fjölbreytt námsmat og tækifæri til náms : viðhorf kennara til fjölbreytts námsmats og jafnra tækifæra til náms
 • Titill er á ensku Diverse assessment methods and learning opportunities
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Það er mikilvægt sem grunnskólakennari með ábyrgð á fjölbreyttum nemendahóp að vera
  meðvitaður um að nemendur nýti sér ólíkar leiðir í námi. Til þess að námsmat verði
  sanngjarnt og ekki til aðgreiningar fyrir nemendur þarf kennari að hafa færni í að meta ólíka
  hæfni þeirra til náms. Að fá námshæfni sína metna til náms, óháð leiðum í námi, hjálpar
  nemanda að hafa trú á sjálfum sér sem námsmanni. Einnig getur það aukið líkur á að
  nemandi verði meðvitaðri um hvernig hann getur nýtt hæfni sína til að bæta sig í námi.
  Markmið rannsóknarinnar er að draga fram hvort kennarar nái að nýta sér fjölbreyttar
  matsaðferðir til þess að jafna tækifæri nemenda með ólíka hæfni til náms. Til þess að ná
  fram viðhorfum kennara á yngsta stigi grunnskóla var rafrænn spurningalisti notaður til
  gagnaöflunar. Upplýsingar úr spurningalistanum voru túlkaðar af rannsakanda og tíðni svara
  borin saman með áherslu á að svara rannsóknarspurningunni. Til þess að lýsa þeim áhrifum
  sem fjölbreyttar matsaðferðir hafa á tækifæri nemenda til náms er stuðst við viðhorf
  kennara á því hvernig þeim tekst að nýta fjölbreyttar aðferðir til að virkja nemendur til að
  taka virkan þátt í námi og vera meðvitaðir um hvernig þeir geti bætt sig sem námsmenn.
  Kannað var hvort munur væri á tækifærum nemenda miðað við áherslurnar sem kennarar
  höfðu við vinnu námsmatsins. Niðurstöður staðfesta fyrri rannsóknir sem greina frá því að
  vænlegast fyrir kennslu er að gæta jafnvægis milli matsaðferða. Til þess að gera frekari skil á áhrifum fjölbreyttra matsaðferða á tækifæri nemenda til náms verður líka fjallað um hvernig
  áhersla við námsmat getur haft áhrif á val kennsluaðferða og nýtingu sveigjanlegra
  kennsluhátta. Niðurstöður sýna að áhersla í námsmati hefur áhrif á hlutfall skriflegra
  verkefna í kennslu. Þar kemur í ljós að þar sem áhersla er á einhæft námsmat eru kröfur um
  einhæfa kennslu sérstaklega ef gæta á að réttmæti námsmatsins. Til þess að gæta að
  réttmæti fjölbreytts námsmats er ígrundun milli samstarfsfélaga um matsaðferðir og
  niðurstöður mikilvæg. Niðurstöður rannsóknarinnar greina frá því að óháð áherslu í
  námsmatsvinnu eða hvort kennarar vinna í bekkjar- eða teymiskennslu, fá þeir ekki nægan
  tíma til þess að ígrunda eða hafa faglegar samræður um matsaðferðir að þeirra mati.
  Mikilvægar niðurstöður fyrir rannsóknina komu í ljós þegar meirihluti 64% þátttakenda
  sagðist vilja fá meiri stuðning við innleiðingu fjölbreyttra matsaðferða. Meirihluti
  þátttakanda var líka tilbúinn til að nýta sér fjölbreyttari kennslu- og matsaðferðir en þeir gera
  nú þegar. Þessi vilji kennara er í samhengi við jákvætt viðhorf þeirra til fjölbreytni í
  kennslufræðum. Viðhorf kennara eru mikilvæg því að þeir bera faglega ábyrgð á því að nýta
  þær leiðir í kennslu sem vænlegastar eru til árangurs. Niðurstöðurnar sýna líka að mikill
  meirihluti þátttakenda var sammála um að fjölbreyttar kennslu- og matsaðferðir jafni
  tækifæri til náms.

 • Útdráttur er á ensku

  As a primary school teacher with responsibility for a diverse group of students, it is important to be aware that students use different ways of learning. For the assessment to be fair and not discriminatory for the students, the teacher must have the skills to assess and account for their different abilities to learn. The aim of this study is to highlight whether teachers can use diverse assessment methods to equalize the opportunities of students with different learning abilities.
  To obtain the perspective of teachers at the youngest level of elementary school there was a questionnaire made by researcher used for measurement. The questionnaire was sent by email to participants and was the main data collection for this research. Information from the questionnaire was then interpreted by the researcher and the answers to the questions were compared to answer the research question. The results show that a majority 64% of the participants said they would like more support in implementing diverse assessment methods. Most participants were also ready to use more diverse teaching and assessment methods than they already do. This willingness of teachers is illustrative of the success of diverse methods because teachers are supposed to use the methods that are most promising for success. The effectiveness of diverse methods is also shown when most of the participants agreed that diverse teaching and assessment methods provide equal opportunities for learning. These results were not different between the focus of the assessment.

Samþykkt: 
 • 22.2.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Johanna_Sigrun_Andresdottir.pdf991.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_.pdf224.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF