Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43412
Stjúpfjölskyldur eru algengar í íslensku samfélagi og því þörf á að skoða það viðfangsefni enn frekar. Í rannsókninni er þörfin á foreldrafræðslu fyrir stjúpmæður skoðuð út frá sjónarhorni stjúpmæðra. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á persónulega reynslu stjúpmæðra af hlutverki sínu og hvernig þær meta þörfina á foreldrafræðslu. Rannsóknin er eigindleg rannsókn. Tekin voru viðtöl við átta stjúpmæður sem allar eiga það sameignlegt að vera eða hafa verið á aldrinum 20 til 30 ára með stjúpbörn á aldrinum núll til fimm ára. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: 1) Hver er reynsla og helstu áskoranir stjúpmæðra í uppeldi/umönnun ungra stjúpbarna sinna? 2) Hvernig meta þær þörfina á foreldrafræðslu og stuðningi í hlutverki sínu? a) Hvaða viðfangsefni telja þær sig þurfa helst fræðslu um og stuðning við? b) Hvernig telja þær að slíkri fræðslu og stuðningi ætti að vera háttað svo að nýtast megi þeim sem best?
Helstu niðurstöður eru að stjúpmæðurnar telja hlutverk sitt oft vera erfitt og krefjandi. Reynsla þeirra litast mikið af flóknum samskiptum við stjúpfjölskylduna og þá aðila sem stjúpfjölskyldunni tengjast. Helstu áskoranir stjúpmæðranna eru brostnar væntingar, valdaójafnvægi og að hafa litla stjórn og lítið vald. Þrátt fyrir að stjúpmæðurnar hafi flestar sagst vera öruggar í hlutverki sínu benda niðurstöður rannsóknarinnar til að stjúpmæðurnar upplifi oft óöryggi í daglegu lífi. Óöryggið birtist einna helst í samskiptum og óvissu um hlutverk sitt. Benda niðurstöðurnar því til þess að mikil þörf sé á foreldrafræðslu og stuðningi fyrir stjúpmæður. Þörfin liggur helst í að fá fræðslu og stuðning til góðra samskipta og aðstoð við að takast á við flóknar aðstæður og tilfinningar sem upp koma í daglegu lífi. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa samfélagslegt gildi og ættu að nýtast nýrri starfsstétt foreldrafræðara og öðrum þeim sem vinna með stjúpforeldrum sem og foreldrum og börnum þeirra.
Stepfamilies are common in Icelandic society and therefore the need to research the topic even more urgent. In this study the need for parent education is examined from stepmothers‘ perspective. The goal of this study is to shed light on stepmothers personal experience of their role and see how they evaluate the need for parent education. This study is a qualitative research. Interviews were taken with eight stepmothers that are or have been at the age of 20–30 years old and have stepchildren aged 0–5 years old. The research questions are following: 1) What is the stepmothers experience and main challenges in upbringing and care of their young stepchildren? 2) How do they evalute the need for parent education and support in their role? a) What subjects do they think that need parent education and support the most? b) How do they think such parent education and support should be organized so it suits them best?
Results show that stepmothers think their role is often difficult and challenging. Their experience is much affected from complicated communications with their stepfamily and the people connected to the stepfamily. Stepmothers‘ main challenges are unfulfilled expectations, power imbalance and insufficient control and power. In spite of the assertion of most of the stepmothers that they were confident in their role the results indicate that stepmothers often experience insecurity in their daily life. The insecurity appears mostly in communications and uncertainty about their role. Therefore the results indicate that there is much need for parent education and support for stepmothers. The need includes mostly parent education and support to master better communications and to deal with complicated circumstances and emotions that appear in daily life. Results of this study has societal value and should benefit new profession of parent educators and other professionals that work with stepparents as well as parents and their children.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 215,33 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Þörf fyrir foreldrafræðslu-Sjónarhorn stjúpmæðra ungra barna-Karen María.pdf | 779,5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |