is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43415

Titill: 
 • Er að kvarnast úr kynjakerfinu? : femíniskar byltingar og birtingarmyndir þeirra í íslensku samfélagi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kvenréttindabaráttan á Íslandi hefur verið til staðar í samfélaginu í einhverri mynd undanfarna áratugi og hefur hún verið mikilvægt grunnskref fyrir það sem hefur nú þegar komið fram á síðustu árum og mun koma fram í framtíðinni. Kynjamisrétti hefur lengi verið áberandi í samfélaginu og með aukinni umræðu er þýðing þess orðin skýrari í samfélaginu. Femíniskar byltingar hafa komið fram, meðal annars út frá kvenréttindabaráttunni, og hafa verið áberandi í baráttunni við kynbundna áreitni og kynbundið ofbeldi. Þessi aukna umræða hefur einnig haft þau áhrif að hugur margra karlmanna hefur opnast varðandi óviðeigandi hegðun þeirra og framkomu. Tilkoma samfélagsmiðla hefur haft áhrif á sýnileika þeirra femínisku byltinga sem komið hafa fram hér á landi. Hægt er að segja að slagkraftur og áhrif kvenréttindabaráttu hafi farið vaxandi frá því hún kom fyrst til landsins en ennþá er töluvert eftir til þess að ná fram því jafnrétti sem leitast er eftir. Þátttaka kvenna í samfélaginu hefur aukist til muna en ennþá er langt í land. Konur eru hættar að vilja lifa í skugga karlmanna.

  Lykilorð: kvenréttindabarátta, femínismi, kynjamisrétti

 • Útdráttur er á ensku

  Women´s right movement has been present in Icelandic society in some way over the past few decades. That has built a foundation for a faster development in the past few years, which is still ongoing, Gender inequality has been prominent in the society for a long time, and with increased social discussion, its meaning has become clearer. Feminist revolutions are an example of what the movement brought forward, which highlighted the problem of gender-based harassment and gender-based violence in the society. The increased discussion has also influenced many men to notice their inappropriate behaviour and actions. With the help of social media, feminist revolutions became more visible than ever in Icelandic society. That increased the awareness of the women´s rights movement, compared to its early years, but there is still a lot to be done to gain full equality. Even though women´s participation in the society has increased, and they are fighting their way out of men´s shadows, the job is not done.

  Keywords: Women´s rights movement, feminism, gender inequality

Samþykkt: 
 • 23.2.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er að kvarnast úr kynjakerfinu - SnædísYlva.pdf376.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna