is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43423

Titill: 
  • Búvörusamningar : eru búvörusamningar kjarasamningar bænda í íslenskum landbúnaði?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta rit fjallar um búvörusamninga og framkvæmd þeirra, sem framleiðendur í íslenskum landbúnaði starfa samkvæmt. Fjallað er um helstu réttarheimildir sem samningarnir byggja á sem og aðrar réttarheimildir sem haft geta þýðingu fyrir þá.
    Fjallað er um þýðingu framsals greiðslumarks fyrir landbúnaðinn og áhrif þess borin saman við þróun sem átti sér stað með tilkomu frjáls framsals aflaheimilda sjávarútvegarins. Sú ályktun er dregin að við heimildina til framsalsins þá geti áhrifin orðið – eða jafnvel séu þegar orðin – þau sömu og við tilkomu kvótakerfis í sjávarútveginum.
    Búvöruframleiðendur hafa sérstaka stöðu að lögum og á grundvelli búvörusamninga sem svipar til stöðu launþega á vinnumarkaði. Í ritinu er því gerður samanburður á samningunum og réttarheimildum þeirra við ákvæði kjarasamninga. Komist er að þeirri niðurstöðu að samningarnir geti ekki talist vera kjarasamningar.
    Bændasamtök Íslands fara með málefni framleiðenda og gæta hagsmuna þeirra, undirrita búvörusamninga fyrir hönd framleiðenda og beita sér fyrir kjörum bænda á öllum sviðum. Bændasamtökin telja sig vera „félag sem líkist allra helst stéttarfélagi“ en eru í raun hagsmunasamtök samkvæmt samþykktum sínum. Við frekari skoðun svipar samtökunum svo til stéttarfélags að línan þar á milli verður fremur óljós. Sú niðurstaða er tekin að samtökin geti ekki talist til slíkra félaga.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper will discuss the agricultural contracts, and their implementation, according to which farmers in Icelandic agriculture work. The legal sources under which the contracts are drawn up and the legal sources that can affect the contracts in practice are discussed.
    It discusses the possible effects of transferring the payment limit and compares the effects with those that occurred with the introduction of a quota system in the Icelandic fishing industry. The conclusion is taken that with the authorization of the transfer, the effects can be - or even are - the same as with the introduction of a quota system in the fishing industry.
    The farmers have a special by law and based on farm product contracts, which is similar to the status of employees in the labor market. A comparison is made between the agreements and their legal sources with the provisions of wage agreements. It has been concluded that the agreements cannot be considered wage agreements.
    The Farmers' Association of Iceland deals with the issues of producers and protects their interests, signs farm product contracts on behalf of producers and advocates for the conditions of farmers in all areas. The farmers' association considers itself to be "an organization that closely resembles a trade union", but in fact it is an interest organization according to its articles of association. Upon further examination, the organization resembles a trade union so much that the line between the two becomes rather blurred. The conclusion is that the Farmers’ association cannot be considered one of such associations.

Samþykkt: 
  • 23.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43423


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Búvörusamningar Loka 2023.pdf1,04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna