Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43428
Bakgrunnur: Rannsóknir sýna að erfið uppvaxtarskilyrði og skortur á viðeigandi umönnun getur skapað sjúklega streitu og haft margþætt neikvæð áhrif á börn og ungmenni. Barnið á erfitt með að treysta og tengjast fólki sem getur komið fram í vanstilltri hegðun og erfiðleikum með tengslamyndun og traust seinna í lífinu. Athvarf í öruggu umhverfi hefur mikla þýðingu og tengsl við fullorðna umönnunaraðila sem eru jákvæðar fyrirmyndir geta verndað börn fyrir skaðlegum áhrifum neikvæðrar æskureynslu.
Tilgangur: Að skoða reynslu afreksíþróttafólks með erfiða upplifun í æsku af íþróttaiðkun með það að markmiði að auka þekkingu og dýpka skilning á þeim afleiðingum sem slík reynsla getur haft og gildi íþróttaiðkunar fyrir þennan hóp.
Aðferð: Rannsóknaraðferð var eigindleg og unnið var eftir tólf meginþrepum Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Tilgangsúrtak var notað og voru þátttakendur í rannsókninni sjö talsins, tveir karlmenn og fimm konur. Hálfstöðluð djúpviðtöl, tvö viðtöl við hvern þátttakanda, samtals fjórtán viðtöl.
Niðurstöður: Erfið upplifun í æsku getur haft mikil áhrif á líf og íþróttaferil afreksíþróttafólks. Niðurstöður voru greindar í fjögur meginþemu: Neikvæðir áhrifaþættir í uppvexti; Íþróttaferill og áhrifavaldar; Andleg líðan í æsku og á fullorðinsárum; Veganesti út í lífið. Þátttakendur áttu það sameiginlegt að íþróttaiðkunin var þeirra útgönguleið úr erfiðum aðstæðum auk þess að hjálpa þeim við að halda sig á beinu brautinni í lífinu. Erfið lífsreynsla gerði þau að sterkum einstaklingum sem hafa lært að takast á við hindranir í lífinu.
Ályktanir: Afreksíþróttafólk getur verið að burðast með erfiða reynslu og óuppgerðar tilfinningar megnið af ferlinum. Stuðla þarf að aukinni fræðslu í íþróttaheiminum um þessi mál og opna á umræðuna um erfiða æskureynslu. Það að fá tækifæri til að stunda íþróttir getur verið lífsspursmál og íþróttahreyfingin er í lykilaðstöðu þegar kemur að málefnum barna og ungmenna.
Lykilorð: erfið lífsreynsla í æsku, afreksíþróttafólk, geðheilsa, íþróttaferill, frammistöðukvíði, drifkraftur, eigindleg rannsóknaraðferð, fyrirbærafræði.
Background: The research shows that adverse childhood experiences and lack of proper parental care can contribute to pathological stress and poor psychosocial outcomes in children and adolescents. While a safe and nurturing environment in childhood is vital, experiencing positive relationships with adult role models can also protect children from the harmful effects of adverse childhood experiences.
Aim: To examine the role of sports in the lives of high-achieving athletes with difficult childhood experiences.
Method: Qualitative phenomenological research method guided by the twelve steps of the Vancouver School of phenomenology. A purposeful sampling method was used to recruit participants (two male and five female). Participants were interviewed twice, (total of fourteen interviews) utilizing semi-structured in depth interviews.
Results: The results were divided into four themes: Negative childhood experiences; Sports career and role models; Mental health in childhood and adulthood; Life lessons. A common theme among the participants was that sports provided a way out of distress during childhood and adolescent years, and helped them to stay on the right track in life. Furthermore according to the participants, difficult childhood experiences taught them to deal with obstacles later in life.
Conclusion: High-achieving athletes may be carrying a heavy backpack of unresolved emotions and life experiences most of their career. There is a need to promote increased education and reduce stigma in the sports world concerning negative childhood experiences. Having the opportunity to engage in organized sports can be a vital source of psychosocial support and the sports movement is therefore in a key position to counteract the impact of these experiences among children and young people.
Keywords: ace, high-achieving athletes, mental health, sports career, performance anxiety, driving force, qualitative research method, phenomenology.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Efnisyfirlit.pdf | 191,66 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildir.pdf | 201,71 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Viðaukar.pdf | 909,75 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Meistararitgerð_Stella_Hjaltadóttir.pdf | 1,78 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |