is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43431

Titill: 
 • Leiðsögn í leikskóla : áskoranir og tækifæri
 • Titill er á ensku Mentoring in preschools : challenges and opportunities
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að þróa móttökuáætlun fyrir nýja leiðbeinendur í leikskóla í Reykjavík og skoða hvaða leiðsögn deildarstjóri veitir nýjum leiðbeinendum. Tilgangurinn var að bæta leiðsögn leiðbeinenda í skólanum, efla deildarstjóra í leiðsögn og þannig efla fag¬mennsku hans.
  Rannsóknin byggði á starfendarannsókn sem unninn var í einum leikskóla í Reykjavík, notaðar voru eiginlegar aðferðir við gagnaöflun. Starfendarannsóknin byggir á skráningum rannsakandans, sem er í stöðu deildarstjóra, á störfum sínum í gegnum rannsóknardagbók og samskiptaskráningu. Gagna var auk þess aflað með hálfopnum viðtölum við fimm deildar¬stjóra og þrjá leiðbeinendur sem starfa í samtals sjö leikskólum í Reykjavík, auk leikskólans þar sem starfendarannsóknin fór fram, sem jafnframt er í Reykjavík.
  Móttaka nýrra leiðbeinenda í leikskólum skiptir miklu máli og í rannsókninni kemur fram að deildarstjórum finnst aukið álag á deildina fylgja móttöku nýrra leiðbeinenda og að of oft sé móttakan ekki eins og hún á að vera samkvæmt ferlum leikskólana. Íslensk rannsókn sem gerð var 2022 sýndi fram á að flestir þeir sem fara í leikskólakennaranám á Íslandi eru þegar starfandi í leikskólum og flestir eru að vinna með náminu. Í leikskólum er mikil starfsmannavelta og kjölfesta skólanna er leikskólakennararnir. Þess vegna skiptir miklu máli að hvetja fleiri til þess að fara í leikskólakennaranám sem vonandi gæti leitt til minni starfsmannaveltu og betri leikskóla. Samkvæmt skýrslu sem Reykjavíkurborg lét gera 2018 töldu leikskólakennarar starfsmannaveltu vera einn helsta álagsþátt starfsins.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að starfsumhverfi leikskólanna er mjög viðkvæmt og má ekki við miklum áföllum. Auk þess sýna niðurstöðurnar ekki síst fram á nauðsyn þess að efla og þróa móttökuáætlanir í leikskólum í Reykjavík með fjölbreyttum aðferðum sem styðja við starfsfólk skólanna í stað þess að auka álagið. Það kom skýrt fram að Reykjavíkurborg þarf að taka þátt í því að efla móttökuna, m.a. með því að fjölga leið-sagnarkennurum og bjóða upp á rafræna fræðslu sem leikskólarnir gætu nýtt fyrir leiðbein-endur. Aukinn stuðningur við móttöku nýrra leiðbeinenda ætti þannig að minnka álag í leikskólum með minni starfsmannaveltu og bæta um leið starfsumhverfi þeirra sem þar starfa. Ekki síst myndi það bæta námsumhverfi barna í leikskólanum. Áskoranir leikskóla þegar kemur að móttöku starfsmanna eru margs konar en tækifærin eru til staðar, ekki síst í mannauði skólanna.

 • Útdráttur er á ensku

  The research aimed to develop a training program to support new assistants in preschools in Reykjavík and to study how pedagogical leader guide and mentor assistants. The purpose was for head preschool teachers to improve their guidance, have better resources and increase their professionalism.
  The research was action research where the pedagogical leader kept a record of her work in a research diary and documented communications. Data was gathered using qualitative methods through semi-structured interviews with five head preschool teachers and three assistants who work in preschools in Reykjavík.
  The training program and mentoring of new assistants in preschools are- essential. Icelandic research shows that most preschool teacher students work in a preschool alongside their studies. Improving the induction of new assistants could encourage more people to study to become preschool teachers. According to a report by the City of Reykjavík in 2018, preschool teachers considered employee turnover to be one of the main stress factors of their work. Increased support for the reception and guidance of new assistants could reduce the workload in preschools with lower staff turnover. Furthermore, it could improve the working environment in preschools and the learning environment of preschool children.
  Furthermore, the working environment in preschools is very fragile and cannot withstand setbacks. The city of Reykjavik needs to take part in promoting a better training program. It can be done by increasing the number of mentor teachers and offering online training that the preschool could use for guidance. Preschools face many challenges when it comes to welcoming new employees but also opportunities, not least in the schools' human resources.

Samþykkt: 
 • 23.2.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda_osk_sigurdardottirleidsögn.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemma_yfirlysing_los.pdf233.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF