is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43440

Titill: 
  • ,,Ég lærði að horfa betur og líka að það má skipta um skoðun“ : umfjöllun um sjónræna ígrundun sem kennslufræðilega nálgun í grunnskólakennslu
  • Titill er á ensku „I learned to look better and also that I could change my mind“ : the analysis of Visual Thinking Strategies used as a teaching method in elementary school
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða framkvæmd og gildi sjónrænnar ígrundunar (e. Visual Thinking Strategies) sem aðferðar við kennslu 4. bekkjar grunnskólanemenda. Sjónræn ígrundun byggir á því að nemendur skoði saman ólík listaverk og túlki þau út frá fyrri þekkingu sinni. Kennsluaðferðin felur í sér virka þátttöku nemenda í gegnum umræður sem styður við áherslur í grunnþáttum íslenskrar menntunar eins og gagnrýna hugsun, myndlæsi og félagsfærni. Útbúin var heimasíða með fræðsluefni sem tengist sjónrænni ígrundun ásamt myndabanka sem hentar vel í slíkri kennslu.
    Rannsóknarspurningarnar voru tvær: 1. Hvernig gekk kennaranum að kenna eftir hugmyndafræði sjónrænnar ígrundunar? Og 2. Hvaða áhrif hafði kennslan á skrifleg verkefni sem lögð voru fyrir nemendur við upphaf og lok rannsóknarinnar?
    Til þess að svara fyrri rannsóknarspurningunni voru notaðar aðferðir starfendarannsókna. Seinni rannsóknarspurningunni var svarað með þvi að nota hálftilraunasnið sem byggði á íhlutunarrannsókn án samanburðarhóps og var gagna aflað í formi texta nemenda. Textinn var greindur út frá hugmyndafræði um stig fagurfræðilegs þroska og nemendum fundinn viðeigandi staður á þeim skala fyrir og eftir íhlutun.
    Niðurstöður sýndu að kennari verður að geta tengt saman og umorðað það sem fram kemur í umræðum nemenda. Nota þarf virka hlustun alla kennslustundina sem krefst þjálfunar kennarans. Nemendur voru áhugasamir og virkir í tímum en oft og tíðum óþolinmóðir. Í ljós kom að stærð hópa hafði mikil áhrif á upplifun bæði kennarans og nemendanna. Kennslustundin varð ánægjulegri og árangursríkari þegar hópnum var skipt í tvennt. Nemendur bættu sig flestir í skriflega verkefninu, lýsingar þeirra á myndinni sem skoðuð var urðu ítarlegri og hluti nemenda rökstuddi einnig staðhæfingar sínar. Nemendur voru allir á byrjunarstigi fagurfræðilegs þroska í upphafi rannsóknarinnar. Við lok hennar hafði hluti hópsins bætt sig og var á milli fyrsta og annars stigs.
    Samkvæmt niðurstöðum má álykta að sjónræn ígrundun sé gagnleg nálgun fyrir alla þá sem vilja efla samskiptahæfni og rökhugsun nemenda sinna. Aðferðin er aðgengileg en krefst þjálfunar kennara ef hún á að vera skilvirk og árangursrík.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of the thesis was to examine the implementation and value of Visual Thinking Strategies (VTS) as a teaching method for 4th graders in elementary school. Through VTS, students look at different types of art images and interpret them based on their previous knowledge. The method involves active student participation through discussions, supporting skills promoted by the Icelandic national curriculum, such as critical thinking, visual literacy and social skills. A website was made with educational material related to VTS, together with a collection of images suitable for such teaching.
    Two research questions were put forth: 1. How did the teacher do in applying the VTS protocol in the classroom? And 2. What effect did the teaching have on students’ performance on written assignments conducted in the beginning and in the end of the research.
    To answer the first question data was collected and analyzed using methods of action research. The second question was answered by using a quasi-experimental design where the same group of students received an intervention, without the presence of a control group. Written assignments were analyzed based on the five aesthetic stages of development and students were positioned in the appropriate stage based on their scores before and after intervention.
    Results showed that the teacher must be able to connect and paraphrase students‘ discussions. Active listening must be applied during the whole lesson, which is a skill that needs to be practiced. Students were enthusiastic and active in class, but often impatient. Group size turned out to have a great impact on the experience of both teacher and students. The lesson became more enjoyable and effective when students were divided into two smaller groups. Students performance on the written assignment improved in most cases, their descriptions of the picture became more detailed, and some students also started to justify their statements. Students were all placed at the first stage of aesthetic development in the beginning of the research period. At the end of it, a part of the group had improved and was considered to be between first and second stage.
    Based on the results, it can be concluded that VTS is a useful approach for all those who want to improve student’s communication and reasoning skills. The method is accessible but requires teacher training to be efficient and effective.

Samþykkt: 
  • 23.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokahandrit Ýr Káradóttir.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Heimasíða_Ýr.pdf616.56 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_Ýr.pdf225.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF