Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/43442
Hér í ritgerðinni sem á eftir fer verður fjallað um matreiðslunám eins og það fer fram á
Íslenskum verknámsstöðum. Skoðað er hvort og hvernig breytingar í innanhússhönnun og
umhverfi veitingastaða geti mögulega haft einhver áhrif á störf matreiðslumanna og nema
þegar kemur að færni í samskiptum við gesti og gangandi. Rannsókn á áhrifum opins
vinnuumhverfis hefur leitt í ljós áhrif til hins betra í samskiptum, orðbragði, starfsánægju og
þjónustuvilja gagnvart viðskiptavinum. Þá kveðast einstaklingar, oft konur, telja sig búa við
meira öryggi gagnvart áreitni á vinnustaðnum. Í þessari ritgerð varð fyrir valinu að rannsaka
hvort greina mætti sambærilega afstöðu, sérstaklega á meðal matreiðslunema hérlendis en
einnig var rætt við tvo matreiðslumenn sem hafa starfað í nokkur ár frá útskrift. Tilgangurinn
var að kanna afstöðu þeirra til þess hvort að þeir telji að opið eldhús geti haft áhrif á samskipti
eða sé yfir höfuð til bóta fyrir þá sjálfa sem fagmenn. Fyrir valinu varð að eiga hálfopin viðtöl
við þátttakendur og kanna sérstaklega afstöðu þeirra til ólíkra vinnuaðstæðna með tilliti til
verknámsins. Myndsímtöl við sex sveinsprófsnemendur í matreiðslu og tvo matreiðslumenn
starfandi á veitingahúsum leiddu í ljós að viðmælendur voru almennt jákvæðir gagnvart opnu
starfsumhverfi. Þeir töldu einnig að oft á tíðum gætti óþolinmæði og óþarfa hörku í garð
byrjenda í eldhúsinu en álitu að slíkt mætti bæta með markvissari kennslu á námsstöðunum.
Þeir töldu einnig mikilvægt að nemarnir fengju að prófa að gera sem mest jafnhliða kennslu
frá meistara eða samstarfsmanni. Þeir virtust allir hafa brennandi áhuga á starfinu og álíta
áhuga mikilvægan þátt í að samstarfsmenn séu til í að leiðbeina minna reyndum. Þeir töluðu
um að með reynslunni og aukinni verklegri kunnáttu hefðu þeir öðlast meiri ábyrgð og
viðurkenningu og fundið sterkar fyrir liðsheildinni á vinnustaðnum. Reynslunni hefði svo
einnig fylgt gjaldgengi til að fá að reyna sig á öðrum vinnustöðum þar sem kynnast mátti
breytilegri vinnuaðstöðu og starfsháttum, þar á meðal opinni sem þeir virtust hafa sóst eftir
að fá að reyna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Bakkalarvekefni.Thyrnir.Halfdanarson.pdf | 904.66 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
skemman_yfirlysing_.pdf | 98.54 kB | Locked | Declaration of Access |