is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43443

Titill: 
  • Tómstundakistan : vefsíða sem heldur utan um framboð tómstunda á landsvísu ætluð fyrir fullorðna sem eru utan vinnumarkaðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er lögð fram sem 10 eininga lokaverkefni til BA gráðu við tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist í tvo hluta. Annars vegar greinagerð og hins vegar afurð í formi tómstundaleitarvélar sem ber heitið Tómstundakistan og verður aðgengileg á vefsíðunni www.minleidupp.is. Markmið Tómstundakistunnar er að styðja við og efla virkni fólks sem er utan vinnumarkaðar. Tómstundakistan leggur áherslu á að skapa vinalegan og vandaðan vettvang til að styðja við endurhæfingu fólks og efla lífsgæði þeirra með gildi tómstunda að leiðarljósi. Tómstundakistan hefur þann tilgang að halda utan um framboð tómstunda á landsvísu á einum stað. Gildir þá einu hvort um er að ræða skipulagt íþrótta- og rafíþróttastarf, tómstundastarf, samfélagsviðburði, félagasamtök og/eða annars konar félög sem hafa það að markmiði að efla, bæta og kæta hversdagsleikann. Seinni hluti verkefnisins er greinagerð þessi þar sem aðaláherslan er á fræðilegan bakgrunn Tómstundakistunnar, uppbyggingu hennar og virkni sem og framtíðarsýn höfundar. Í greinagerðinni er byrjað á að greina og skýra hugtök og kenningar sem tengjast Tómstundakistunni. Má þar nefna tómstundir, frítími, tómstundamenntun og tómstundaráðgjöf. Mikilvægi tómstundaþátttöku er útskýrð og hversu mikið vægi hún getur haft á lífsgæði okkar, heilsu og vellíðan.
    Í Tómstundakistunni og í þessari greinagerð er stuðst við tómstundahæfnilíkan þeirra Stumbo og Peterson frá árinu 2009 (e.leisure education content model).

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 24.2.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43443


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tómstundakistan_Vefsíða sem heldur utan um framboð tómstunda á landsvísu ætluð fyrir fullorðna sem eru utan vinnumarkaðar.pdf724,7 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf176,55 kBLokaðurYfirlýsingPDF