is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43444

Titill: 
  • Skilningur fólks á orðalagi spurninga í íslenskri þýðingu á HEXACO-60, Ítarviðtöl
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skilning fólks á orðalagi spurninga íslenskrar útgáfu persónuleikaprófsins HEXACO-60. Prófið inniheldur 60 spurningar sem ætlað er að mæla persónuleikagerðir á sex víddum. Prófið hefur verið til í íslenskri þýðingu síðan árið 2015 en fáar rannsóknir hafa snúið að próffræðilegum eiginleikum þess síðan þá. Hentugleikaúrtak (n= 40) svaraði spurningalistanum í heild sinni en svörum um álitamál orðunar spurninganna var safnað með ítarlegum viðtölum (e. cognitive interviews). Ítarviðtölin voru hálfstöðluð og byggðu á viðtalsramma með fyrir fram skilgreindum spurningum. Hver þátttakandi svaraði ítarspurningum um 15 spurningar af HEXACO-60. Viðtölin voru hljóðrituð og greind og flokkuð niður í þemu. Niðurstöður sýndu að orðalag spurninga hafði áhrif á túlkun og svörun þátttakenda á spurningunum og því mikilvægt að huga að endurskoðun á spurningalistanum.

Samþykkt: 
  • 13.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf49.53 kBLokaðurHeildartextiPDF
StöðlunHEXACO-BS2023.pdf895.43 kBLokaður til...13.03.2143HeildartextiPDF