Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43450
Meginreglan er að gjafir eru taldar til tekna samkvæmt 4. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003, lög um tekjuskatt (hér eftir skammstöfuð TSL.) og skattlagðar sem slíkar samkvæmt 1. mgr. 7. gr. TSL. Þegar gefin er gjöf á sér stað verðmætaflutningur frá gefanda til gjafþega, þá eiga við skilyrði gjafahugtaksins, annars vegar það hlutlæga, að gefa gjöf skerði eigur gefanda og eykur eignir gjafþega. Hins vegar er huglæga skilyrðið, það er gjafatilgangurinn. Tækifærisgjafir eru þær gjafir sem oftast fara milli handa fólks og gildir um þær undanþáguákvæði 4. tölul. A-liðar 7. gr. TSL. Til þess að gjöf sé talin sem tækifærisgjöf, eru tvö skilyrði sem þær þurfa að uppfylla, verðmæti þeirra má ekki vera meira en almennt gengur og gerist um slíkar gjafir og þurfa tækifærisgjafir að vera gefnar við almenn tilefni. Sé verðmæti gjafar meira en almennt gengur og gerist um slíkar gjafir, er gjöfin tekjuskattskyld samkvæmt áður nefndu lagaákvæði. Launagreiðendur halda oft ýmsa viðurgjörninga fyrir launþega sína, svo sem árshátíð, jólaglögg, jólahlaðborð og starfsmannaferðir hvers konar. Slíkir viðurgjörningar eru undanþegnir tekjuskattskyldu starfsmanna samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra. Þó er launagreiðanda heimilt að færa sé kostnað slíkra viðurgjörninga sem rekstrarkostnað samkvæmt reglugerð nr. 1300/2021. Margt getur talist til gjafa í tilliti skattyfirvalda annað en beinar gjafir svo sem risna, en það er sá kostnaður sem launagreiðendum er heimilt að færa til gjalda til þess að efla og viðhalda viðskiptasamböndum fyrirtækisins. Fjallað verður um ólögleg lán til hluthafa en þá eru eigendur félaga og sérstaklega í fámenningsfélögum að færa fjármuni frá félagi til sín í formi láns, sem er talið til skattskyldra gjafa samkvæmt 3. mgr. A-liðar 7. gr. TSL. Dulinn arður óheimil úttekt úr rekstri félags og talið sem skattskyld gjöf hjá sem hennar nýtur en er ekki starfsmaður félags. Að lokum verður fjallað um sniðgöngu skatta því margt af því sem til umfjöllunar var telst þar undir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skattlagning gjafa og annars viðurgjörnings.pdf | 1,19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar