is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43454

Titill: 
  • Áfallastjórnun og mannauðsstjórnun á tímum COVID-19
  • Titill er á ensku Crisis management and human resource management in the era of COVID-19
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Áföll geta verið af ýmsum toga, allt frá náttúruhamförum, stríði, efnahagshruni, heilsufaraldri, hryðjuverkum, iðnbyltingu til tækniárása, svo einhver dæmi séu nefnd. Listi mögulegra áfalla er langur og fer aðeins stækkandi. Ein afleiðing COVID-19 áfallsins er sú að fyrirtæki um allan heim hafa þurft að aðlaga sig hratt að nýjum verkferlum og viðskiptaumhverfi þar sem þau hafa sætt hömlum eða takmörkunum vegna sóttvarnaraðgerða ríkisstjórna. Þessar aðgerðir þýddu því fyrir sum fyrirtæki að þeim var gert að loka starfsemi sinni tímabundið á meðan önnur urðu að finna leiðir til að láta reksturinn ganga með takmarkaðan starfsmannafjölda á starfsstöðvum.
    Markmið með rannsókninni er að skoða tengsl á milli ákvarðanatöku/viðbragða og leiðtogastíls í áfalli innan skipulagsheildar. Leitast er eftir að skoða hvort menning samfélagsins hafi áhrif á ákvarðanatöku leiðtoga. Notast er við blandaða rannsóknaraðferð þar sem gagna er aflað bæði með megindlegum og eigindlegum aðferðum í formi viðtala og spurningalista. Rannsóknarsniðið er tilvikarannsókn þar sem notast er við hefðbundið tilvik þar sem markmiðið er að fanga aðstæður og skilyrði sem leiddu til ákvarðana og viðbragaða í áfallinu.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að menning samfélags og leiðtogastíll hafi áhrif á ákvarðanir og viðbrögð í áfalli. Einnig gefa niðurstöður vísbendingu um að til staðar séu tengsl á milli menningar, leiðtogastíls og ákvarðana í áfalli. Þá benda niðurstöður til að vinnusálfræði skipti töluverðu máli þegar fyrirtæki lendir í áfalli. En ekki er nóg að fyrirtæki hlúi eingöngu að starfsfólki heldur þarf einnig að hlúa að þeim sem hópi og teymi.

  • Útdráttur er á ensku

    Crisis can come in many forms, all from natural disasters, war, economic collapse, health epidemics, terrorism, industrial revolution to cyber-attacks to name a few examples, the list of possible crises is long and is only growing. One of the consequences of the COVID-19 crisis was that organizations around the world have had to quickly adapt to new work processes and business environments, because they have been subjected to restrictions due to government quarantine measures. This meant that for some organization they were forced to close their operations temporarily, while others had to find ways to run the business with a limited number of employees in the workplace
    The aim of the study is to examine the relationship between decision-making and leadership style in a crisis within an organization, then it also examines whether the culture of society affects the decision-making of leaders. A mixed research method was used, where data was collected through quantitative and qualitative methods in the form of interviews and questionnaires. The research format is a case study using a traditional case where the aim is to capture the circumstance and conditions that led to the decisions and countermeasures to the crisis.
    The results indicate that community culture and leadership style influence decision-making in crisis. The results also indicate that there is a relationship between culture, leadership style and decision-making in a crisis. The results also imply that work psychology is of considerable importance when a company encounters a crisis, where it is not enough for a company to nurture employees as individuals, but they must do it as teams also.

Samþykkt: 
  • 16.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AstaSærosHaraldsdottir_MA_Lokaverk.pdf1.15 MBLokaðurHeildartextiPDF
Yfirlýsing_Ásta Særós.pdf652.41 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið er lokað ótímabundið vegna trúnaðarupplýsinga