is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43458

Titill: 
  • Ákvarðanir stjórnvalda um breytt vaxtaumhverfi: Hafði pólitísk skammsýni áhrif við loforð um vaxtalækkanir í Lífskjarasamningnum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar samið er um kjaramál og lífskjör launafólks í landinu er sjaldnast hægt að beita svarthvítri hugsun. Horfa þarf til óteljandi þátta og taka tillit til allra hagsmunaaðila. Undanfarin misseri hefur þeirri nálgun verið beitt að auk samningsaðila gangi stjórnvöld að borðinu og leggi sitt að mörkum til þess að greiða fyrir samningum. Skiptar skoðanir eru á því hvort þar sé um að ræða skynsamlega nálgun og hvort stjórnvöld gefi loforð sem ekki er hægt að efna með öllu. Í því sambandi má spyrja sig að því hvort um sé að ræða skort á langtímahugsun, eða pólitíska skammsýni (e. political short-termism).
    Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: „Hafði pólitísk skammsýni áhrif við loforð um vaxtalækkanir í lífskjarasamningnum?“ Markmið rannsóknarinnar er að dýpka skilning á hugtakinu um pólitíska skammsýni og skoða hvort tengsl séu á milli þess og afdrifaríkra ákvarðana stjórnvalda. Þá verða önnur tengd hugtök og kenningar skoðuð og unnið út frá þeim. Höfundur leggur einnig fram tilgátu um að ákvarðanir stjórnvalda um breytt vaxtaumhverfi og loforð um vaxtalækkanir hafi mögulega verið hugsuð til of skamms tíma.
    Annars vegar er framkvæmd eigindleg rannsókn þar sem tekin eru hálf-opin viðtöl við fjóra sérfræðinga sem eru vel kunnugir efnahagsumhverfi, kjaramálum og stjórnmálaumhverfi. Hinsvegar eru teknar saman fyrirliggjandi heimildir; bæði fræðilegar heimildir sem varða stefnumótun í pólitík og lykilhugtök rannsóknarinnar, ásamt heimildum um gerð lífskjarasamningsins, vaxtaumhverfi og tengd málefni. Þessi tvíþætta nálgun leiddi í ljós vísbendingar um að stjórnvöld hafi hingað til ekki haft langtímasjónarmið nægilega mikið að leiðarljósi þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku. Einnig má efast um umboð ríkisstjórnarinnar til að lofa vaxtalækkunum í ljósi þess að Seðlabanki Íslands er sjálfstætt stjórnvald. Auk þess virðist sem svo að stjórnvöld hafi ekki, með fullnægjandi hætti, búið þannig um hnútana að loforð myndu ganga upp.

  • Útdráttur er á ensku

    When negotiating wages and living conditions for workers in the country, it is rarely possible to use black and white thinking. Countless factors must be considered, as well as all stakeholders. In recent years, the approach has been taken that in addition to the parties to the collective agreements, the government comes to the table and does its part to pave the way for the agreements. Opinions differ on whether this is a sensible approach and whether the government is making promises that cannot be fulfilled at all. In that connection, one can ask whether it is a lack of long-term thinking, or political short-termism.
    The research question of the thesis is: "Did political short-termism affect the promise of interest rate cuts in the living wage agreement?" The aim of the research is to deepen the understanding of the concept of political short-termism and examine whether there is a connection between it and the government's decisive decisions. Other related concepts and theories will then be examined and worked on. The author also hypothesizes that the government's decisions on the changing interest rate environment and promises of interest rate cuts may have been thought of in the short term.
    On the one hand, a qualitative study is carried out in which semi-structured interviews are conducted with four experts who are well acquainted with the economic environment, wage issues and the political environment. On the other hand, available sources are summarized; both academic sources that concern policy making and the key concepts of the study, together with sources on the drafting of the living wage agreement, the interest rate environment, and related issues. This twofold approach revealed evidence that the government has so far not applied a long-term thinking sufficiently when it comes to policymaking and decision-making. One can also question the government's authority to promise interest rate cuts, given that the Central Bank of Iceland is an independent government authority. In addition, it seems that the government has not, in an adequate manner, taken satisfactory measures in such a way that promises would become a reality.

Samþykkt: 
  • 16.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GunnhildurBirnaGunnarsdottir_BA_lokaverk.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar