Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43461
Haustið 2021 lenti Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, í krísu vegna meintra kynferðisbrota nokkurra landsliðsmanna og viðbragða við ásökunum þess efnis, en KSÍ var meðal annars sakað um þöggun og að standa með gerendum. Afleiðingarnar urðu þær að Guðni Bergsson, þáverandi formaður, og öll stjórn sambandsins sagði af sér eftir mikla pressu í samfélaginu. Höfundur þessarar ritgerðar vildi athuga hvort og þá hvernig verkferlar sambandsins hafa breyst eftir krísuna. Hvað er KSÍ að gera til að koma í veg fyrir að slík krísa endurtaki sig? Gerð var eigindleg rannsókn í formi hálfopinna viðtala, þar sem rætt var við tvo háttsetta starfsmenn KSÍ. Einnig var framkvæmd tilviksrannsókn. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að verkferlar sambandsins hafa lítið breyst, þrátt fyrir krísuna. KSÍ hefur enn ekki ráðið inn starfsmann sem sinnir krísustjórn einni saman og sömu starfsmenn, starfsmenn sem sinna öðrum verkefnum á skrifstofu KSÍ, sinna sömu verkefnum er kemur að krísustjórnun. Þó er sambandið að vinna í að byggja upp mannorð sitt á nýjan leik, ásamt því að vinna í að fyrirbyggja að slík krísa geti endurtekið sig. Það er til dæmis gert með fræðslu fyrir landsliðsfólk. Rannsóknin leiddi einnig í ljós hve gríðarlega erfið staðan sem starfsfólk KSÍ var í, á meðan það glímdi við viðkvæmt málefni undir augum þjóðarinnar, sem krafðist viðbragða. Ólíkar væntingar hagsmunaaðila, nafnleynd, og sakleysi uns sekt er sönnuð spilaði allt sinn hlut í að gera KSÍ erfitt fyrir. Starfsmenn sambandsins gerðu sitt besta undir erfiðum kringumstæðum, en gerðu sig sek um mistök. Mistök sem sambandið vill ekki endurtaka.
In the fall of 2021 the Icelandic football federation, KSÍ, was in crisis because of alleged sexual abuse of players, and the reaction of KSÍ because of those accusations. KSÍ was accused of silencing the matter and support the perpetrators. The consequences were that Guðni Bergsson, the CEO of KSÍ, and the whole board resigned because of pressure from the community. The author of this thesis wanted to see if, and then how, the work processes of KSÍ have changed after the crisis. What is KSÍ doing to prevent similar crisis reoccurring? A qualitative study was conducted with half-open interviews with two of KSÍ’s senior staff, as well as a case study. The results showed that the work processes of KSÍ have not changed much, despite the crisis. KSÍ still has not hired an employee strictly to oversee crisis communication, and the same staff, staff that have other roles at the office, are still working on issues regarding crisis communications. KSÍ are, though, working on re-establishing their reputation as well as working on preventing that such crisis could repeat itself, by educating their national team players. The study also showed the position KSÍ faced was incredibly difficult. KSÍ was taking on a very sensitive topic, under the eyes of the nation, nation that demanded a reaction. Different expectations of stakeholders, anonymity, and innocence until proven guilty all played their part in making the job difficult for KSÍ. The staff did their best under difficult circumstances but were guilty of making mistakes. Mistakes that the federation does not want to repeat.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jóhann Ingi Hafþórsson_BS_lokaverk.pdf | 424.27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |