is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43463

Titill: 
  • Marshall-aðstoðin : áhrif fyrr og nú
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Veraldarsagan er afar mikilvæg. Öllum er hollt að staldra við, líta um öxl og íhuga hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Tilkoma Marshall-aðstoðarinnar veitti mörgum Evrópuríkjum ríkulega innspýtingu inn í þeirra hagkerfi og efnahagslíf eftir seinni heimstyrjöldina. Aðstoðin var framkvæmd með ýmsum útfærslum. Íslendingar urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá hæsta framlagið miðað við höfðatölu. Mörgum þótti það einkennilegt þar sem landið var ekki sárþjáð og þjakað af völdum stríðsins, hafði aftur á móti hagnast vel á hersetu breta og bandaríkjamanna á Íslandi. Í rannsókn þessari ákvað höfundur að skoða hver áhrif aðstoðarinnar var á efnahag Íslands og enn fremur hvort og þá með hvaða hætti þessara áhrifa gæti enn í dag og hvaða þróun hefur átt sér stað. Tekin voru fyrir stærstu og helstu verkefnin sem ráðist var í fyrir aðstoðarféð. Skoðuð var þróun togaraflota landsins, einnig var skoðuð þróun á fjölda helstu búfjárstofna landsins, farið yfir þróun og vöxt þeirra virkjana sem byggðar voru ásamt því að fara yfir sögu og örlög Áburðarverksmiðjunnar sem byggð var. Áhugavert var að sjá hvernig þessari þróun hefur undið farið fram. Álykta má að áhrifanna gæti enn í dag, þó í ýmsum myndum. Togaraútgerðin breyttist þegar síðutogarar véku fyrir skuttogurum, nautgripum hefur fjölgað jafnt og þétt fá því styrkveitingin var gerð á meðan sauðfé hefur farið fækkandi. Virkjanirnar hafa verið í vexti en Áburðarverksmiðjan var lögð niður. Stuðst var við fræðilegt efni, bækur, greinar og fyrri rannsóknir til að varpa ljósi á stöðuna fyrr og nú.

  • Útdráttur er á ensku

    World history is extremely important. It is good for everyone to stop, look back and consider why things are the way they are. The advent of the Marshall-plan provided many European countries with a rich injection into their economy and economic system after the Second World War. The assistance was implemented in various ways. Icelanders had the good fortune of receiving the highest contribution per capita. Many people thought it strange, since the country was not suffering from the war but had benefited greatly from the occupation of Iceland by the British and Americans. In this study, the author decided to examine the impact of the aid on Iceland’s economy, and even more so whether and in what way this impact can still be seen today. The biggest and most important projects that were undertaken for the aid money were studied. The development of the country’s tugboat fleet was examined, the development of several the country’s main livestock populations was also examined, the development and growth of the power plants that were built were reviewed, as well as the history and fate of the Áburðarverksmiðja ríkisins that was built. It was interesting to see how this development has taken place. It can be concluded that the influence can still be felt today, albeit in various forms. The trawler industry changed when side trawlers gave way to stern trawlers, the number of cattle has steadily increased because the grant was made, while the number of sheep has decreased. The power plants have been growing, but the Áburðarverksmiðja ríkisins was shut down. Academic materials, books, articles and previous studies were used to shed light on the situation then and now.

Samþykkt: 
  • 16.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristinOlafsdottir_BA_Lokaverk.pdf574.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni