Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43467
Síðustu misseri hefur verið nokkur umræða í samfélaginu um stöðu íslenska hugverkaiðnaðarins, sérstaklega eftir að Samtök iðnaðarins birtu greiningu þann 6. maí 2022 sem leiddi í ljós að um 9.000 sérfræðinga vanti á næstu 5 árum ef vaxtaráform fyrirtækja eiga að ganga eftir. Í kjölfarið hefur ríkisstjórnin gripið til sérstakra aðgerða til þess að laða að erlenda sérfræðinga með það að markmiði að auka nýsköpun og hagvöxt. Þann 14. júní 2021 gaf Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) út efnahagsskýrslu um stöðu Íslands en þar kemur fram að fjárfesta þurfi í menntun á Íslandi til þess að efla færni vinnuaflsins. Í þessari rannsókn er leitast eftir að fá svör við því hvort fjárfesting íslenska ríkisins í opinni menntun geti skapað hvata fyrir einstaklinga sem sjá sér ekki fært að stunda nám í núverandi menntakerfi, til að sækja sér menntun sem eflir og mætir að einhverju leyti eftirspurn íslenska þekkingarhagkerfisins eftir færu starfsfólki. Notast var við PRISMA-ScR yfirlýsinguna fyrir kögunaryfirlit (e. Scoping review) til að velja heimildir sem síðan var gerð SVÓT-greining á. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að sterkar vísbendingar eru til staðar um að opin menntun geti að þó nokkru leyti komið til móts við eftirspurn þekkingarhagkerfisins eftir færu starfsfólki auk þess að efla nýsköpun og almenna tæknifærni. Einnig sýnir rannsóknin fram á að opin menntun veiti einstaklingum sem sjá sér ekki fært að stunda nám í formlegu menntakerfi jöfn tækifæri til náms, sem í kjölfarið ýtir undir að einstaklingar nýti færnina sem hlýst af náminu til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.
In recent months, there has been some discussion about the state of the Icelandic intellectual property (IP) industry, especially after the Federation of Icelandic Industries published an analysis on May 6th, 2022, which revealed that around 9,000 experts are needed in the next 5 years if companies in the IP industry are to achieve their growth plans. As a result, the Icelandic government has taken special measures to attract foreign experts to increase innovation and economic growth. On June 14th, 2021, the Organization for Economic Co-operation and Development (OECD) published an economic report on the state of Iceland, which states that further investment in education is necessary in order to improve the skills of the Icelandic workforce. In this study, I seek answers to whether the investment of the Icelandic government in open education can create an incentive for individuals who are not able to study in the formal education system, to pursue education that meets to some extent the demand for a skilled workforce in the Icelandic knowledge economy. This study consists of a scoping review and a SWOT analysis. The PRISMA-ScR statement was used for the scoping review to select sources that were then subjected to a SWOT analysis. The results of the study show strong evidence that open education can, to some extent, meet the knowledge economy's demand for skilled workers, in addition to promoting innovation and general technical skills. Open education provides individuals with equal opportunities for education, especially those who find it difficult to study in the formal education system. This subsequently encourages individuals to use the skills they gained from studying to contribute to their society.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sabrína_S_Sigurðardóttir_BA_lokaverk.pdf | 834,18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni