is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/43472

Titill: 
  • Allt sem hugurinn girnist : hefur aðgangur Íslendinga að streymisveitum dregið úr ólöglegri notkun á skapandi efni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá hvort að aðgangur Íslendinga að löglegum streymisveitum hefði dregið úr ólöglegri notkun á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem og tónlist og raf- og hljóðbókum hérlendis. Megindleg rannsókn var framkvæmd í formi nafnlausrar könnunar og voru svarendur 176 talsins. Hópur svarenda skiptist í þrennt: þeir sem aldrei hafa nálgast skapandi efni stafrænt á ólöglegan hátt, þeir sem hafa gert það í fortíðinni og þeir sem nálgast skapandi efni ólöglega á stafrænu efni að staðaldri. Niðurstaða rannsóknarinnar var að ólögleg notkun á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum hafi staðið meira í stað heldur en notkun tónlistar og raf- og hljóðbóka, þrátt fyrir að hátt hlutfall þátttakenda væri með áskrift að streymisveitum sem sýndu kvikmyndir og sjónvarpsþætti. 47,7% þátttakenda var mjög eða frekar sammála fullyrðingunni um að ólögleg notkun á skapandi efni væri vandamál á sama tíma og á meðan að 68,8% þátttakenda rannsóknarinnar var frekar eða mjög sammála þeirri fullyrðingu að listamenn verði af tekjum vegna ólöglegrar stafrænnar notkunar á efni þeirra sem er áhugaverð mótsögn.
    Niðurstöður sýndu að ólögleg stafræn notkun á tónlist, hljóð- og rafbókum á Íslandi minnkaði mikið í hlutfalli við aukið framboð löglegra streymisveitna en það reyndist vafasamara með kvikmyndir og sjónvarpsþætti, mögulega vegna þess að notendur þurfa að vera áskrifendur að mörgum mismunandi veitum til að nálgast þær kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem þeir vilja sjá. En almennt má segja að viðhorf Íslendinga til rafrænnar notkunar skapandi efnis sé að breytast í jákvæðari átt hvað varðar löglega notkun og vilja til að listamenn njóti sanngjarnra tekna af notkun verka sinna og flutnings þeirra.

Samþykkt: 
  • 31.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SamuelLukasRademaker_BS_lokaverk.pdf2.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilit er að afrita verkið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.