is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43473

Titill: 
  • Samfélagsmiðlar og siðfár
  • Titill er á ensku Social media and moral panic
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhrif samfélagsmiðla á hafa verið í umræðunni síðan þeir komu fyrst fram. Umræðan hefur gjarnan einkennst af áhyggjum af neikvæðum áhrifum þeirra en í þessari ritgerð verður rannsakað hvort umræðan um þessi áhrif í samtímanum beri einkenni siðfárs (e. moral panic) eða hvort ákveðin “skekkja“ sé í umræðunni. Siðfár er ástand sem getur myndast hjá almenningi þegar eitthvað er talið ógna hefðum og siðferðilegum viðmiðum samfélags. Í siðfári upplifir almenningur gjarnan kvíða eða hræðslu og fjölmiðlar spila oftast hlutverk í að hrinda siðfári af stað og viðhalda því. Í ritgerð þessari er hugmyndir um siðfár rýndar og þess freistað að svara spurningunni um það hvernig umræðan um samfélagsmiðla fellur að þeim. Þáttur fjölmiðla er sérstaklega skoðaður ásamt hinum ýmsu kenningum sem varpa ljósi á viðfangsefnið. Rýnt er í mannlega hegðun og menningu og mikilvægi gagnrýninnar hugsunar. Niðurstöður benda til þess að ástandið sem ríkir í samtímanum beri mörg einkenni siðfárs. Þetta birtist meðal annars í því hvernig ætluð neikvæð áhrif samfélagsmiðla á ýmsum sviðum fá gjarnan meiri hljómgrunn en þau jákvæðu og töluvert umfram það sem rannsóknir á viðkomandi sviðum til kynna. Hér er alls ekki gert lítið úr þeim neikvæðu áhrifum sem samfélagsmiðlar kunna sannarlega að hafa og að fræðsla, forvarnir, efling gagnrýninnar hugsunar og skynsamleg stefnumörkun stjórnvalda eru lykilþættir í baráttunni við þá. En hættan er sú ef siðfár grípur um sig í umræðunni sé gengið of langt og erfitt verði að eiga uppbyggilega samræðu og heilbrigða stefnumörkun um þessa miðla sem eru orðinn svo stór hluti af lífi okkar flestra.

Samþykkt: 
  • 31.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sif-BA-MasterMaster.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna