is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43475

Titill: 
 • Borgaralaun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Borgaralaun, stundum þekkt sem óskilyrt grunnframfærsla, er sú hugmynd að einstaklingum sé tryggð skilyrðislaus innkoma frá stjórnvöldum. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: „Hvað eru borgaralaun og eru þau raunhæfur kostur í nánustu framtíð?“
  Tilgangur verkefnisins er í raun tvíþættur. Annars vegar að skilgreina borgaralaun og skerpa á því hvað hugtakið í raun og veru felur í sér, með því að skoða fyrirliggjandi skilgreiningar og tilgang þeirra, n.tt. hvað þeim er ætlað að leysa. Hins vegar meta hversu raunhæfur kostur þau væru í nánustu framtíð út frá siðferðislegum og efnahagslegum forsendum, með því að skoða hvort skilyrðisleysi borgaralauna sé siðferðislega réttlætanlegt og meta efnahagsleg áhrif borgaralauna og raunkostnað þeirra.
  Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins eru kenningar Van Parijs um raunverulegt frelsi, Nytjastefna Mill og kenning John Rawls um réttlæti sem og ýmsar grundvallarkenningar hagfræðinnar.
  Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að ákveðin skilyrði þurfi að vera til staðar til þess að réttilega sé hægt að tala um úrræði sem borgaralaun og voru borgaralaun skilgreind sem „Skilyrðislaus, reglubundin peningagreiðsla til allra einstaklinga sem dugir fyrir grunnframfærslu” með hliðsjón af skilgreiningu BIEN og því sem borgaralaunum væri ætlað að leysa. Helstu niðurstöður eru þær að borgaralaun geti ekki talist vera raunhæfur kostur í nánustu framtíð. Frá siðferðilegu sjónarmiði reyndist skilyrðisleysi borgaralauna illa samræmanlegt hugmyndum um réttlæti og auk þess séu þau efnahagslega óraunsæ, að mestu vegna gífurlegs kostnaðar. Veruleg samfélagsleg og efnahagsleg umbylting þyrfti að eiga sér stað ef raunin ætti að vera önnur.

 • Útdráttur er á ensku

  Universal basic income, sometimes known as unconditional basic income, is the idea that individuals should be paid an unconditional income through the government. The research question in this study is: “What is universal basic income and is it a realistic path in the near future?”.
  The purpose of this study is twofold. Firstly, to define universal basic income by looking at current definitions and what its goals are. Secondly, to assess if universal basic income is realistic in the near future, through evaluating if the unconditionality of universal basic income can be morally justified and assessing the economic variables and real cost of universal basic income.
  The theoretical background of the study is Mill’s utilitarianism, John Rawls theory of justice and Philippe Van Parijs’s theory on real freedom, along with fundamental economic theories.
  The results of the study were that certain conditions need to be present for it to be possible to rightfully talk about a concept as a universal basic income. Universal basic income was defined as: “Unconditional, regular, cash payment, to all individuals that is sufficient for basic subsistence.” with respect to the definition of BIEN and the goals of UBI. Furthermore, the conclusions were that universal basic income is not a realistic path in the nearest future. Morally, the unconditional nature of UBI is not compatible with the ideas of justice that were reviewed and furthermore they are economically unrealistic, mostly due to high costs. A real societal and economical shift in paradigm would need to take place for the conclusion to be otherwise.

Samþykkt: 
 • 31.3.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/43475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÚlfurAtliStefaníuson_BA_Lokaverk.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna