is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43476

Titill: 
  • Ísland, þróunarsamvinna og nýlendumeðvirkni
  • Titill er á ensku Iceland, development cooperation and colonial complicity
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í hálfa öld hefur Ísland verið þátttakandi í alþjóðlegri þróunaraðstoð og er viðfangsefni þessarar ritgerðar þróunarsamvinnuverkefni landsins í Afríku en fjallað verður um þau út frá kenningum síð- og nútímanýlendustefnu. Þessar kenningar útskýra hvernig fátæk lönd heimsins verða fyrir efnahagslegum og pólitískum áhrifum af ríkum löndum og hvernig ástand þeirra varð eins og það er í dag. Þróunaraðstoð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera form af nýlenduhyggju og leitast verður við að skoða hvort að Ísland falli undir þá gagnrýni. Í sögulegu samhengi hefur Ísland sérstaka stöðu innan þessara kenninga þar sem landið var nýlenda áður en það fékk sjálfstæði en með þátttöku sinni í t.a.m. þróunarsamvinnu hefur landið verið skilgreint sem þátttakandi í nýlendumeðvirkni. Farið verður yfir sögu nýlendustefnunnar og afleiðinga hennar, helstu kenningar sem tengjast stefnunni, sögu þróunarsamvinnu og gagnrýni á hana, til að setja viðfangsefnið í samhengi. Tekin voru viðtöl við núverandi og fyrrverandi starfsfólk íslenskra þróunarsamvinnuverkefna til að fá betri innsýn inn í verkefnin.

  • Útdráttur er á ensku

    Iceland has been a participant in international development programs for half a century and this essay will discuss Iceland’s development cooperation in Africa from the scope of post- and neocolonialism theories. These theories explain how the poor countries of the world are influenced politically and economically by rich countries and explain how the situation there is as it is. Development cooperation has been criticized for being a form of colonialism and the objective of this essay is to see if this criticism is applicable to Iceland’s cooperation programs. In a historical context Iceland has an interesting position within these theories as the country never had any colonies and was a colony before it gained independence. With its participation in e.g. development programs it has however been defined as a partaker in colonial complicity. The history and consequences of colonialism, relevant theories regarding colonialism, the history and criticism of development programs, will be discussed to put Iceland’s situation into context. Two interviews were conducted, with a current and a former employee of Icelandic cooperation programs to gain further insight into the topic.

Samþykkt: 
  • 31.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞorgeirÞorsteinsson_BA_lokaverk.pdf317,08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni