is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/43477

Titill: 
  • Allar upplýsingar til staðar : nægir þá að birta þær?
  • Titill er á ensku All the information is here : so is it enough to publish?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Upplýsingaóreiða er mikið og vaxandi vandamál í nútímasamfélagi, þá sérstaklega á veraldarvefnum. Margir þekkja til hugtaksins í samhengi við falsfréttir og pólitískan málflutning, en upplýsingaóreiða er ekki síður mikil í heilsu- og lífstílstengdum upplýsingum – og getur gert einstaklingum erfitt fyrir að nálgast og nýta sér áreiðanlegar upplýsingar um næringu og mataræði til að hlúa að eigin heilsu. Upplýsingaóreiða er þess vegna lýðheilsuvandamál. Á Íslandi hefur Embætti landlæknis lengi gefið út ráðleggingar um mataræði sem byggja á öllum nýjustu rannsóknum á viðfangsefninu í heiminum. Í þessu verkefni var markmiðið að varpa ljósi á upplýsingaóreiðu um næringu og mataræði á íslenskum vef- og samfélagsmiðlum, greina stöðu Embættis landlæknis í óreiðunni og benda á möguleg tækifæri fyrir embættið að sækja fram í upplýsingamiðlun.
    Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins gefur yfirlit yfir fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið á upplýsingaóreiðu og upplýsingaleit fólks, starfsemi embættis landlæknis og helstu áskoranir sem það stendur frammi fyrir hvað varðar upplýsingamiðlun. Einnig verður farið yfir ýmsar kenningar og hugtök sem tengjast viðfangsefninu.
    Gerð var innihaldsgreining á íslenskum Instagram reikningum sem höfðu næringu og mataræði sem aðalumfjöllunarefni. Samsvarandi innihaldsgreining var gerð á umfjöllun um næringu og mataræði á vinsælustu vefmiðlum Íslands. Einnig voru tekin viðtöl við tvo starfsmenn hjá embættinu. Með hliðsjón af þessu var gerð SVÓT greining til að bera kennsl á sóknarfæri.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna með skýrum hætti að mikið magn misgóðra upplýsinga um næringu og mataræði er til staðar á íslensku bæði á Instagram og helstu vefmiðlum. Jafnframt kom í ljós að Embætti landlæknis stendur afar höllum fæti í samanburðinum. Það eru ýmis tækifæri sem embættið hefur til sóknar en einnig eru miklar ógnir og veikleikar sem það stendur frammi fyrir. Þar ber helst að nefna afar breiðan markhóp sem gerir markvissa upplýsingamiðlun erfiða og svo takmarkað fjármagn sem leiðir af sér skort á starfsfólki með sérfræðiþekkingu í miðlun upplýsinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Information disorder is a big and ever growing threat to modern society, especially online. A lot of people are familiar with the term in the context of fake news and political propaganda, but information disorder is equally prominent around nutrition and diet – which can make it hard for individuals to find and adopt reliable information on nutrition and diet in order to promote their health. Information disorder is therefore a public health problem. The Icelandic Directorate of Health has been the office responsible for publishing official nutrition guidelines for Iceland based on the latest research from around the world. The aim in this study was to shed light on the current state of information disorder on nutrition and diet on Icelandic social and online media, analyze the directorates standing among the disorder and present opportunities for advancement in information distribution for the directorate.
    The theoretical background presents an overview of previous research on information disorder and people‘s information search behaviour, the role of the Directorate of Health and its responsibilites as well as the biggest challenges it faces when it comes to information distribution. Theories and terms related to the subject are also reviewed.
    A content analysis was performed on icelandic Instagram accounts whose main topic is diet or nutrition. A similar analysis was done on the most popular Icelandic online news websites. Additionally, two employees at the Directorate of Health were interviewed. Based on the results, a SWOT analysis was performed to identify oppurtunities for advancement.
    The results of the study show that there is clearly a large volume of content on nutrition or diet, varying in quality, present in Icelandic on both Instagram and online media. It was also shown that the Directorate of Health is at a disadvantage in comparison. There are numerous opportunities for advancement but also considerable obstacles, most importantly a very wide intended audience which makes active targeted distribution of information difficult, as well as limited funding which leads to a lack of staff with expertise in the field of information distribution.

Samþykkt: 
  • 31.3.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/43477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÖgmundurÍsakÖgmundsson_BA_Lokaverk..pdf666,79 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit og heimildaskrá....pdf171,64 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð tímabundið að ósk höfundar þar sem um viðskiptahugmynd er að ræða.